Móðir fatlaðrar konu ósátt við vinnubrögð vegna meints kynferðisofbeldis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:00 Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Móðir fatlaðrar konu sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi af starfsmanni á skammtímaheimili á vegum Reykjavíkurborgar er ósátt við vinnubrögð borgarinnar í málinu. Það hafi verið staðið ófagmannlega að skýrslutöku og ekki tekið tillit til fötlunarinnar. Dóttir hennar þurfi ekki aðstoð við að fara í bað eins og forsvarsmenn borgarinnar hafi gefið í skyn í fréttum í gær. Sjá einnig: Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn og ungt fólk er til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. Meint atvik á að hafa gerst fyrir tveimur vikum þegar starfsmaðurinn baðaði konuna sem er á þrítugsaldri en hún er flogaveik og með þroskaskerðingu. Maðurinn hefur starfað á heimilinu í rúmt ár en hefur starfað í nokkur ár með fötluðu fólki á vegum borgarinnar.Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar.Framkvæmdastjóri Miðgarðs, sem fer með umsjón með skammtímaheimilinu, sagði í viðtali í gær að um væri að ræða ósæmilega hegðun starfsmanns. Það sé óheppilegt að karlkyns starfsmaður baði skjólstæðing af gagnstæðu kyni en stundum sé það óhjákvæmilegt. Móður stúlkunnar segir að hér sé vægt til orða tekið enda konan ekki líkamlega fötluð og fullfær um að baða sig sjálf. „Í þessu tilfelli var engin þörf á að baða dóttur mína, engin. Hún hefur ekki verið böðuð síðan hún var lítil stúlka,“ segir Brynhildur Artúrsdóttir, móðir konunnar. Brynhildur segir að kvenkyns starfsmenn hafi verið úti með öðrum skjólstæðingum þegar atvikið hafi átt sér stað. Maðurinn hafi ítrekað hvatt dóttur hennar til að fara í sturtu en hún hafi ekki viljað það fyrr en konurnar kæmu. „Eins og hún sagði við: Mamma ég hafði ekki val svo ég fór í sturtu. Og svo byrjar hún bara að þvo sér í sturtunni eins og hún er vön að gera og þá kemur hann inn og lokar á eftir sér og fer að þvo henni,“ segir Brynhildur. Hann hafi þvegið henni um allan líkamann og á kynfærum. Þá hafi hann þurrkað henni eftir baðið og klætt.Maðurinn er starfsmaður Reykjavíkurborgar. Hann var sendur í leyfi frá störfum á meðan málið er til rannsóknar.Vísir/VilhelmDóttir Brynhildar sagði mömmu sinni frá síðar sama dag sem hún er mjög þakklát fyrir. Hún hafi í gegn um tíðina lagt áherslu á að kenna henni muninn á réttu og röngu og að segja frá. „Síðan hún var bara lítil stúlka. Ég er mjög meðvituð um að það er til fólk sem misnotar sé aðstöðu þessa fólks,“ segir Brynhildur. Eftir að Brynhildur lét forstöðumann heimilisins vita var manninum vikið tímabundið frá störfum og mæðgunar boðaðar í viðtal hjá þjónustumiðstöðinni. Brynhildur segir að ekki hafa verið staðið faglega að skýrslutökunni og ekki hafi verið kallaður til réttargæslumaður fatlaðra. „Þetta fór hratt fram, það var lítill undirbúningur. Hún var ekki undirbúin fyrir viðtalið. Mér fannst hugtakanotkun og málfar flókið fyrir einstakling með þrostafrávik og ég var hissa á því og fannst þar af leiðandi ekki faglega að þessu staðið. Þarna þarf hún að segja frá og þarna er oft gripið fram í fyrir henni í frásögninni.“ Einnig hafi komið á óvart að fá ekki meiri stuðning við að kæra til lögreglu en þeim var sagt að þær þyrftu sjálfar að sjá um það. Sviðsstjóri velferðarsvið segir að í ljósi þess hvað málið sé alvarlegt hefði átt að vísa þeim strax til lögreglu og farið verði yfir verkferla í kjölfarið.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Starfsmaður á skammtímaheimili fyrir fatlaða til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar Karlmaður, sem starfar á skammatímaheimili fyrir fötluð börn, ungmenni og ungt fólk hjá Reykjavíkurborg, er nú til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um brot gegn ungri konu sem dvaldi á heimilinu. 26. febrúar 2019 18:30