Tók golfhögg á nærbuxunum út í vatni | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Allt lagt undir. Stefani á nærbuxunum út í vatni. Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Shawn Stefani lagði bókstaflega allt undir er hann tók eitt af eftirminnilegustu höggum ársins á eftirminnilegu móti af Honda Classic. Hann hafði slegið boltann út í vatn á mótinu árið 2017 en vatnið var grunnt og legan ágæt. Stefani vildi ekki taka víti og vippaði sér því úr fötunum og fór á nærbuxunum einum saman út í vatnið til þess að taka höggið.Whatever. It. Takes. Bold move from Shawn Stefani. #TOURVaultpic.twitter.com/aUKcxypoPv — PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2019 „Vonandi varð konan mín ekki fyrir vonbrigðum. Ég var að berjast fyrir fjölskyldu mína. Ég var að berjast fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Stefani en gæti hann hugsað sér að verða nærfatamódel? „Ég var í Calvin Klein nærbuxum. Vonandi leit ég vel út. Ég hef verið duglegur að fara í ræktina.“ Höggið úr vatninu heppnaðist vel en hann náði þó ekki að bjarga pari á holunni og varð að sætta sig við skolla. Að lokum dugðu þessi hetjulegu tilþrif ekki til þess að komast í gegnum niðurskurðinn. Stefani var tveimur höggum frá honum en sló þó í gegn. Spurning hvað gerist svo á þessu skemmtilega móti þetta árið. Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst það á morgun.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira