Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 27. febrúar 2019 07:00 ÞG Verk byggir Hafnartorgið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00