Pósturinn hækkar verð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15