„Bless London, halló Madison“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 11:30 Sara Sigmundsdóttir. Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð efst á palli í ExCel sýninga- og ráðstefnuhöllinni í London í gær eftir glæsilega frammistöðu sína um helgina. Ragnheiður Sara fagnaði ekki aðeins sigri á „Strength in Depth“ CrossFit mótinu og varð 3500 dollurum ríkari, heldur tryggði hún sér einnig farseðilinn á heimsleikana í Madison í ágúst. Skilaboðin frá Söru inn á Instagram síðu hennar voru líka í einfaldari kantinum í mótslok. „Bless London, halló Madison,“ skrifaði Sara og birti mynd af sér að fagna í keppninni. Hún átti frábæra helgi og vann mjög sannfærandi sigur. Sara vann fjórar greinar og varð síðan í öðru sæti í hinum þremur. Það er vissulega að mörgu að taka þegar kemur að afrekum Söru í þessum sjö greinum. Vefsíðan morningchalkup.com fer aðeins yfir þau. „Tölurnar tala sínu máli. Fjórir sigrar í sjö greinum og aldrei neðar en í öðru sæti. Jafnaði persónulegt met í snörun sem var þriðja grein dagsins auk þess að ná útkomu í 19.1 æfingunni í „Open“ sem engin kona í heiminum hefur náð þegar þessi grein er skrifuð.,“ segir í greininni um sigur Söru. „Klaufalegu mistökin sem hafa háð Sigmundsdóttur í gegnum árin, voru hvergi sjáanleg á sunnudaginn. Hún var nánast fullkomin í fyrstu tveimur greinunum og það þurfti hetjulega endurkomu hjá löndu hennar Þuríði Helgadóttur í lokagreininni til að koma í veg fyrir að Sara tæki allar greinar lokadagsins,“ segir í greininni. Þuríður Erla Helgadóttir náði fjórða sætinu á mótinu með því að vinna lokagreinina og minnti líka aðeins á sig með flottri frammistöðu. Vonandi tekst henni að komast líka á heimsleikana en tvær íslenskar konur eru nú með tryggt sæti eða þær Sara og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara Sigmundsdóttir hefur nú komist á pall í þremur CrossFit mótum sem gáfu sæti á heimsleikunum en eftir tvö brons í Dúbaí og Miami þá kláraði hún gullið með glæsibrag um helgina. Sætið á heimsleikunum þýðir að Sara er að fara að keppa á fimmtu heimsleikunum í röð en hennar besti árangur er þriðja sætið á leikunum 2015 og 2016. Þessi glæsilega helgi skipti Söru líka miklu máli enda ætti hún að fá mikið sjálfstraust með þessum sannfærandi sigri. Með greininni á morningchalkup.com má líka sjá dramatíska mynd af Söru fagna með fjölskyldu sinni eftir keppnina. Sú mynd segir meira en mörg orð um mikilvægi sigursins. View this post on InstagramGoodbye London, hello Madison @niketraining #niketraining #justdoit @FitAID #teamFitAID #FitAID #Ryourogue #roguefitness @compexusa #compexusa #musclestim @fatgripz #fatgripz @waterofchampions #waterofchampions #icelandpurespringwater #supernaturalrecovery @foodspring_athletics #foodspring_athletics @lysi.life @lysi_us #lysi @philmansfield_msi @baklandmgmt #cfsudurnes #simmagym @rxdphotography @baraoe A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 24, 2019 at 3:25pm PST View this post on InstagramBack with a vengeance @sarasigmunds took @strengthindepthuk by storm. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ She wins the Elite female competition and an invitation to the 2019 Reebok @crossfitgame with four 1st place finishes and three second place finishes (each ahead of Jamie Greene, Dani Speegle and Thuri Helgadottir). ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ The final standings for the Elite women are: ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 1st Sara Sigmundsdottir (682 pts) 2nd Jamie Greene (638 pts) 3rd Dani Speegle (602 pts) ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @frozenintimefr @crossfitgames @noccouk @eleiko_uk @eleikosport @wheyduk @rxbar #uk @WIT.fitness @geometriktarget @reebokuk #CFSiD #crossfitgames #fittestonearth #sanctionals A post shared by Strength In Depth (@strengthindepthuk) on Feb 24, 2019 at 9:54am PST
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira