Kepa varð skúrkurinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. febrúar 2019 09:00 Kepa Arrizabalaga vísir/getty Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Það gerist ekki oft að markverðir verða blórabögglar þegar lið tapa leikjum í vítaspyrnukeppni. Þjálfarateymi Chelsea hugsar hins vegar Kepa Arrizabalaga, markverði liðsins, líklega þegjandi þörfina eftir tap liðsins fyrir Manchester City í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær. Leikur liðanna var markalaus í venjulegum leiktíma og það sama var uppi á teningnum í framlengingunni. Þegar framlengingunni var í þann mund að ljúka hugðist Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, skipta Kepa af velli og setja Willy Caballero í markið fyrir vítaspyrnukeppnina. Kepa var hins vegar ekki sammála þessari skiptingu og harðneitaði að fara af velli. Kepa og Ítalirnir Sarri og Gianfranco Zola skiptust á skoðunum um þessa ákvörðun markvarðarins í smá tíma og sveif suðrænn tilfinningahiti yfir vötnum þegar næstu skref í málinu voru rædd. Að lokum fékk Kepa sínu framgengt og stóð hann á milli stanganna í vítaspyrnukeppninni. Þar varði hann reyndar spyrnu Leroy Sané en hefði klárlega getað gert betur þegar Sergio Agüero kom boltanum fram hjá honum. Jorginho og David Luiz brenndu af sínum spyrnum fyrir Chelsea. Cesar Azpilicueta, Emerson og Eden Hazard skiluðu boltanum hins vegar rétta leið fyrir Chelesa. Ilkay Gundogan, Sergio Agüero, Bernardo Silva og Raheem Sterling skoruðu aftur á móti úr sínum spyrnum fyrir Manchester City og sáu til þess að liðið varði titil sinn í keppninni. Manchester City hefur nú unnið þessa keppni alls sex sinnum og fjórum sinnum á síðustu sex keppnistímabilum. Staða Sarri var ótrygg fyrir þennan leik en eftir brösugt gengi í undanförnum leikum er sæti hans afar heitt. Nú virðist sem hann njóti ekki skilyrðislausrar virðingar frá markverði sínum og spurning hvort stjórn félagsins sé á bandi leikmannsins eða knattspyrnustjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira