Líkti kynferðisofbeldi gegn börnum við mannfórnir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2019 19:46 Frans páfi. Vatíkanið/Getty Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“ Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Frans páfi hefur heitið því að kaþólska kirkjan muni taka hart á hvers kyns kynferðisofbeldi gegn börnum sem viðgengist hefur innan kirkjunnar. Hann segir kynferðisbrotamenn innan klerkastéttarinnar vera „verkfæri djöfulsins“ og lofar því að kirkjan muni skoða hvert barnaníðsmál af fullri alvöru. Páfinn hélt tölu í lok ráðstefnu rómansk-kaþólsku kirkjunnar gegn barnaníði þar sem þessi orð, meðal annarra, voru látin falla. „Ég minnist þeirra grimmilegu trúarhátta sem eitt sinn voru við lýði víðs vegar í mörgum menningarsamfélögum, þar sem manneskjum var fórnað, og þá gjarnan börnum,“ sagði páfinn í ræðu sinni sem sló botninn í ráðstefnuna sem staðið hefur yfir síðastliðna fjóra daga. „Grimmd þessa heimslæga verknaðar verður jafnvel enn alvarlegri og smánarlegri innan kirkjunnar, því hann fer þvert gegn því siðferðislega fordæmi og trúverðugleika sem kirkjan hefur. Hin heilaga persóna, kosin af Guði til þess að leiða sálir til frelsunar, gefur sig eigin breyskleika og sjúkdómi á vald, og verður þannig verkfæri djöfulsins,“ sagði páfinn í ræðunni. Hann bætti þá við að fórnarlömb kynferðisofbeldis yrðu gerð að forgangsatriði innan kirkjunnar og lofaði að binda endi á hvers kyns yfirhylmingu með slíkum málum og að gerendur myndu fá að gjalda fyrir glæpi sína. Páfinn sá sig þá einnig knúinn til þess að leggja áherslu á að kynferðisleg misnotkun á börnum væri „útbreitt fyrirbrigði í allri menningu og samfélögum.“
Páfagarður MeToo Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16 Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31 Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. 6. október 2018 14:16
Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Páfinn tjáði sig um ofbeldi gagnvart konur en reitti um leið þolendur misnotkunar til reiði með orðum sínum. 21. janúar 2018 10:31
Réttað yfir friðhelgum diplómata í barnaníðsmáli í Páfagarði Réttað verður yfir preláta, sem er sakaður um varðveislu og dreifingu barnakláms, í Páfagarði en ekki Bandaríkjunum eins og þarlend stjórnvöld óskuðu eftir. 9. júní 2018 15:11