Kim heldur til fundar við Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2019 22:58 Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu er á leið til Víetnam. Pyeongyang Press Corps/Getty Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins. Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, er haldinn til Hanoi, höfuðborgar Víetnam, þar sem leiðtogafundur hans og Donalds Trump kemur til með að fara fram á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu greina frá þessu. Kim hélt fyrr í dag af stað til Víetnam með einkalest í sinni eigu. Með honum í för er Kim Yong Chol, háttsettur embættismaður innan norðurkóresku ríkisstjórnarinnar sem hefur gegnt lykilhlutverki í samskiptum við Bandaríkin, og Kim Yo Jong, systir leiðtogans. Áætlað er að lestarferð leiðtogans geti tekið meira en tvo daga. Fundurinn í næstu viku verður annar fundur leiðtoganna tveggja en sá fyrri átti sér stað í Singapúr í júní. Sá endaði án eiginlegrar niðurstöðu varðandi kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og leiddi til mánaðarlangrar pattstöðu í samningaviðræðum ríkjanna tveggja. Vonir eru bundnar við að fundurinn sem fyrirhugaður er geti liðkað fyrir samskiptum ríkjanna en sjálfur hefur Kim sagst vona að með fundinum fái hann því framgengt að Bandaríkin aflétti sem mestu af viðskiptaþvingunum sínum gegn Norður-Kóreu og að ríki hans þurfi að gefa sem minnst eftir í kjarnorkustefnu sinni á sama tíma. Þá hafa stjórnvöld í Víetnam sett á umferðarbann í grennd við þær leiðir sem Kim kann að koma í gegn um til landsins.
Bandaríkin Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00 Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56 Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Hárskeri í borginni býður upp á ókeypis Trump og Kim hárgreiðslur. 20. febrúar 2019 20:00
Segir ólíklegt að Norður-Kórea láti kjarnorkuvopn af hendi Yfirmaður leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna segir Kim Jong-un líta á þau vopn sem tryggingu fyrir áframhaldandi yfirráðum hans og fjölskyldu hans í Norður-Kóreu. 29. janúar 2019 16:56
Trump og Kim funda í annað skiptið Donald Trump bandaríkjaforseti og Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu munu funda í annað skiptið í lok febrúar. 18. janúar 2019 19:39