Konudagurinn, dagurinn hennar Björk Eiðsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 09:15 Blóm eru auðvitað skotheld, en ýmis einföld viðvik geta líka slegið í gegn. Mynd/Getty Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu. Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þessi fyrsti dagur góumánaðar hefur verið tileinkaður konum frá því um miðja 19. öld eða jafnvel fyrr að því er fram kemur á Vísindavefnum. Þó margt hafi breyst frá þeim tíma nær hefðin fyrir því að karlar gefi konum sínum blóm alla vega aftur á sjötta áratug þessarar aldar en fyrsta blaðaauglýsing þessu tengd frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana er frá árinu 1957. Þó Jón Árnason hafi ekki nefnt daginn í þjóðsögum sínum gera það aðrar heimildir frá tímabilinu. Dagurinn er nefndur í sögum eftir Guðmund Friðjónsson, þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar og virðist nafnið því hafa verið rótgróið í málinu. Það er svo árið 1927 þegar Almanak Þjóðvinafélagsins kemur út að dagurinn hlýtur opinbera viðurkenningu. Hvað sem sögunni líður er komin hefð á það hjá fjölda karla að færa konu sinni blóm á þessum degi eða sýna ást sína á einhvern annan hátt. Auðvitað eru einhverjir sem neita algjörlega að láta dagatalið stjórna hegðun sinni á þennan hátt. Segjast frekar gefa blóm þegar þá sjálfa lystir. Og það er auðvitað gott og vel – svo lengi sem þá einhvern tíma lystir. Ellefta hugmyndin gæti svo verið falleg skilaboð. þú þarft ekki að vera talandi skáld til að setja nokkur orð á blað.MYND/GETTY 10 heimatilbúnar hugmyndir Það er auðvitað skothelt að gefa blóm eða bjóða þinni heittelskuðu út að borða, í spa eða álíka. En það eru líka einföld viðvik sem gleðja. Hér eru nokkrar heimatilbúnar hugmyndir ef þú ert að brenna inni á tíma. Leyfðu henni að sofa út. Græjaðu óvænta næturpössun. Þrífðu bílinn hennar, sérlega að innan. Farðu í bakaríið og útbúðu djúsí bröns. Þrífðu heimilið, líka baðherbergin! Heitt bað, kertaljós og nudd klikkar seint. Sjáðu um krakkana og sendu hana í happy hour. Græjaðu kvöldverð fyrir ykkur tvö þegar þú ert búinn að svæfa. Finndu til þáttaröð á Netflix sem þú veist að hana langar að sjá. Kláraðu eitthvað sem hún bað þig um að klára fyrir löngu.
Birtist í Fréttablaðinu Konudagur Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira