Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2019 08:45 Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. AP/Channi Anand Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart. Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Harðnandi deila kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans náði í gær inn á svið íþrótta. Ríkin hafa lengi deilt um yfirráð yfir Kasmírhéraði og átt í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupi frá því á áttunda áratugnum. Hiti færðist í leikinn þegar fjörutíu herþjálfaðir Indverjar voru myrtir í Pulwama í indverska hluta Kasmír. Pakistönsk hryðjuverkasamtök, JeM, lýstu yfir ábyrgð á árásinni en stjórnvöld á Indlandi áfellast stjórnvöld í Pakistan fyrir að leyfa starfsemi JeM að grassera þar í landi. Pakistanar neita allri ábyrgð á árásinni. Krikketsamband Indlands, BCCI, tilkynnti í gær að vegna árásarinnar ætti Alþjóðakrikketsambandið (ICC) að reka aðildarsambönd frá ríkjum þar sem hryðjuverkastarfsemi viðgengst. Áttu greinilega við Pakistan. Annars myndu Indverjar neita að taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Englandi og Wales í sumar. Krikket er langvinsælasta íþróttin í bæði Indlandi og Pakistan og krikketstjörnur geta haft umtalsverð áhrif. Sachin Tendulkar, indversk krikketgoðsögn, sagði á Twitter að hann myndi styðja sniðgöngu gegn Pakistan. Þá er vert að taka fram að Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, er af mörgum álitinn einn besti krikketmaður allra tíma. Löndin eiga að etja kappi þann 16. júní á Old Trafford í Manchester. Samkvæmt skýranda BBC er afar ólíklegt að sá leikur fari fram, nema einhver kúvending verði í indverskum stjórnmálum eftir kosningar í maí. Fjarri íþróttaleikvöngum deila stjórnmálamenn ríkjanna. Nitin Gadkari, samgönguráðherra Indlands, sagði frá því á Twitter á fimmtudag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta að deila vatni með Pakistönum. Indverjar hafa hingað til leyft vatni að renna með ám sínum til hins nokkuð þurra Pakistans en munu nú beina því til Indverja í Kasmír og Púnjab. Samkvæmt skýrendum sem The New York Times ræddi við er þetta alvarlegasta aðgerð sem Indverjar hafa ráðist í frá árásinni í Pulwama. Eiginlegt vatnsstríð sem þetta gæti valdið þeim hundruðum milljóna Pakistana og Indverja sem reiða sig á ár til að fá vatn miklum þjáningum. Ekki liggur fyrir hvenær eða hvernig Indverjar ætla að koma í veg fyrir að vatn renni til Pakistans. Pakistanar eru ekki aðgerðarlausir heldur. Pakistanski miðillinn Express Tribune sagði frá því í gær og hafði eftir stjórnvöldum í pakistanska ríkinu Púnjab að hermenn væru búnir að taka yfir höfuðstöðvar JeM. Þá hafði miðillinn einnig eftir Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúa pakistanska hersins, að þótt Pakistanar vildu ekki fara í stríð væri herinn tilbúinn og Indverjar gætu aldrei komið Pakistönum á óvart.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Krikket Pakistan Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent