Arnar Grétarsson: Formaður Breiðabliks vissi ekkert um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 15:30 Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildar karla undir stjórn Arnars árið 2015. vísir/anton Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, tjáir sig um brottrekstur sinn í viðtali í Hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Breiðablik rak Arnar 9. maí 2017 eða eftir aðeins tvo leiki á tímabilinu en Blikar töpuðu þeim báðum. Arnar var þá búinn að þjálfa liðið í tvö heil tímabil auk þess að vera fyrrum leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Breiðabliks í efstu deild. „Það er hægt að skrifa bók um það hvernig að þessu var staðið, maður hefur oft hugsað þegar maður hittir ákveðið fólk sem var í kringum liðið, það setur hausinn ofan í bringu þegar það sér mig og reynir að forðast mig. Ég hef ekkert að fela, það komu rosalega ljótar sögusagnir um mig,“ sagði Arnar í viðtalinu en honum finnst enn brottreksturinn vera galin ákvörðun og skilur hana í raun ekki ennþáþ Tímasetningin á uppsögn Arnars kom vissulega mörgum á óvart ekki síst þar sem skömmu fyrir tímabilið vildu Blikar framlengja samning hans. Hann var síðan rekinn eftir aðeins tvo leiki. „Auðvitað hefðu þeir þá frekar átt að reka mig eftir 2016 tímabilið og ekki að fara í viðræður við mig um veturinn um nýjan samning, um tvö ár í viðbót,“ segir Arnar. Hann er aftur á móti mest ósáttur við þáverandi formann Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólaf Hrafn Ólafsson. Ólafur Hrafn gaf út yfirlýsingu um að brottreksturinn hafi verið óhjákvæmileg ákvörðun. Í framhaldi af því fóru allskonar sögusagnir af stað. „Þessi formaður sem var þarna, hann veit ekkert um fótbolta og veit ekki hvað þetta snýst um. Hann er bara bankamaður, að koma með svona yfirlýsingu, að nota orðið óhjákvæmilegt. Þá er verið að meina að það sé ekki hægt að vinna með manninum, hann hafi gerst brotlegur í starfi. Gert eitthvað að sér, eitthvað sem er ekki tengt fótbolta,“ segir Arnar og bætir við: „Frekar að segja að hann misst klefann eða úrslitin hafi ekki verið nóg, hvort sem ég er sáttur vð þá skýringu eða ekki, þá er það alla veganna skýring. Gunnleifur Gunnleifsson kom fram og sagði að það hafi ekki verið klefinn, ég átti góð samskipti við alla leikmenn, þetta voru eins og strákarnir mínir. Ég vildi alltaf það besta fyrir þá, ég var aldrei ósanngjarn við þá. Þetta er skrýtinn kafli,“ segir Arnar. Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur er þáttur sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir og má nálgast allt viðtalið við Arnar Grétarsson með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira