Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. febrúar 2019 14:06 Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar