Körfubolti

Sjáðu ljótt brot Chris Paul á LeBron James í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul og LeBron James.
Chris Paul og LeBron James. Getty/Harry How
Chris Paul hefur ekki verið neinn kórdrengur í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og ekki vann hann sér inn mörg heiðursmannastig í nótt.

Chris Paul og félagar HoustonRockets töpuðu á móti Los AngelesLakers í nótt en OpenCourt vakti athygli á ljótu broti Chris Paul á LeBron James í leiknum.

Flestir héldu að þeir Chris Paul og LeBron James væru góðir vinir en Paul gerði James engan vinargreiða í leiknum í nótt.

Chris Paul virðist þarna hafa lært eitthvað af RealMadrid manninum SergioRamos frá meðferð Spánverjans á MohamedSalah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

Chris Paul togaði í hendi LeBron James þegar þeir fóru upp í frákast og sleppti ekki þannig að það kom slæmur slinkur á öxlina á LeBron.

LeBron fann greinilega vel fyrir þessu en harkaði af sér og kláraði leikinn. LeBron James endaði með 29 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar og Lakers vann leikinn.

Chris Paul vantaði aðeins eina stoðsendingu í þrennuna en hann var með 23 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann fékk líka sex villur og þessi hér fyrir neðan var sú ljótasta af þeim öllum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×