Adrien Rabiot rak mömmu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 14:30 Adrien Rabiot. Getty/Julien Mattia Móðir Adrien Rabiot vildi líklega bara halda honum hjá sér í París en það kostaði hana væntanlega starfið. Adrien Rabiot er 23 ára miðjumaður franska stórliðsins Paris Saint-Germain en hann vildi komast til Barcelona í síðasta mánuði. Barcelona bauð 40 milljónir evra í Adrien Rabiot í janúar en ekkert varð að kaupunum þrátt fyrir að Adrien Rabiot ætti bara sex mánuði eftir af samningi sínum við PSG. Rabiot neitaði að framlengja samninginn sinn við franska stórliðið og endaði með að æfa með varaliði Paris Saint-Germain. Adrien Rabiot var mjög ósáttur með að komast ekki til Barcelona og ákvað að reka umboðsmanninn sinn. Það fylgir hins vegar sögunni að umboðsmaður hans var móðir hans.[Sport] | Rabiot has appointed an agent to end the uncertainity about his future Barça withdrew from the initial offer that was agreed upon with the player as the club was irritated by his mother's negotiations Rabiot want to be 'Blaugrana' & has now hired a new agent pic.twitter.com/FPe96MzTPF — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 21, 2019Samkvæmt frétt spænska blaðsins Sport þá lítur út fyrir að móðir Adrien Rabiot hafi ekki viljað að hann færi til Spánar. Heimildir blaðsins herma að hún hafi lofað syni sínum að skoða og ganga frá smáatriðunum varðandi félagsskiptin en gerði síðan ekkert í málinu. Félagsskiptaglugginn lokaði 31. janúar og Adrien Rabiot var áfram leikmaður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið út í kuldanum hjá þjálfaranum Thomas Tuchel. Adrien Rabiot er kominn með nýjan umboðsmann og stefnan er enn að komast til Barcelona. Áhugi Börsunga gæti þó verið minni í sumar eftir að félagið keypt Frenkie De Jong frá Ajax. Rabiot gæti því endað annars staðar og jafnvel í ensku úrvalsdeildinni. Adrien Rabiot er alinn upp hjá Paris Saint-Germain og hefur spilað sex landsleiki fyrir Frakka. Þetta er hæfileikaríkur miðjumaður með framtíðina fyrir sér. Það ættu því mörg félög að sækjast eftir þjónustu hans í sumar. Um þá samninga mun aftur á móti nýr umboðsmaður hans sjá um. Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Móðir Adrien Rabiot vildi líklega bara halda honum hjá sér í París en það kostaði hana væntanlega starfið. Adrien Rabiot er 23 ára miðjumaður franska stórliðsins Paris Saint-Germain en hann vildi komast til Barcelona í síðasta mánuði. Barcelona bauð 40 milljónir evra í Adrien Rabiot í janúar en ekkert varð að kaupunum þrátt fyrir að Adrien Rabiot ætti bara sex mánuði eftir af samningi sínum við PSG. Rabiot neitaði að framlengja samninginn sinn við franska stórliðið og endaði með að æfa með varaliði Paris Saint-Germain. Adrien Rabiot var mjög ósáttur með að komast ekki til Barcelona og ákvað að reka umboðsmanninn sinn. Það fylgir hins vegar sögunni að umboðsmaður hans var móðir hans.[Sport] | Rabiot has appointed an agent to end the uncertainity about his future Barça withdrew from the initial offer that was agreed upon with the player as the club was irritated by his mother's negotiations Rabiot want to be 'Blaugrana' & has now hired a new agent pic.twitter.com/FPe96MzTPF — BarçaTimes (@BarcaTimes) February 21, 2019Samkvæmt frétt spænska blaðsins Sport þá lítur út fyrir að móðir Adrien Rabiot hafi ekki viljað að hann færi til Spánar. Heimildir blaðsins herma að hún hafi lofað syni sínum að skoða og ganga frá smáatriðunum varðandi félagsskiptin en gerði síðan ekkert í málinu. Félagsskiptaglugginn lokaði 31. janúar og Adrien Rabiot var áfram leikmaður Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið út í kuldanum hjá þjálfaranum Thomas Tuchel. Adrien Rabiot er kominn með nýjan umboðsmann og stefnan er enn að komast til Barcelona. Áhugi Börsunga gæti þó verið minni í sumar eftir að félagið keypt Frenkie De Jong frá Ajax. Rabiot gæti því endað annars staðar og jafnvel í ensku úrvalsdeildinni. Adrien Rabiot er alinn upp hjá Paris Saint-Germain og hefur spilað sex landsleiki fyrir Frakka. Þetta er hæfileikaríkur miðjumaður með framtíðina fyrir sér. Það ættu því mörg félög að sækjast eftir þjónustu hans í sumar. Um þá samninga mun aftur á móti nýr umboðsmaður hans sjá um.
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Inter í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira