Leikstýrir Ronju án þess að skilja málið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Átta leikarar koma að grænlensku útgáfu Ronju og er hún því talsvert smærri í sniðum en Íslendingar hafa vanist. MYND/FINNUR ARNAR ARNARSON „Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það hefur verið áhugavert að vinna með tungumál sem maður skilur ekkert í,“ segir Björn Ingi Hilmarsson, leikari og leikstjóri, um vinnu sína á Grænlandi undanfarnar vikur. Björn leikstýrir uppsetningu grænlenska þjóðleikhússins, Nunatta Isiginnaartitsiarfia, á Ronju ræningjadóttur en frumsýning er í kvöld. Auk Björns koma tveir aðrir Íslendingar frá Þjóðleikhúsinu að verkinu, Finnur Arnar Arnarson er höfundur leikmyndar og Ólafur Ágúst Stefánsson ljósahöfundur. Leikmyndin var sett saman á verkstæði Þjóðleikhússins hér heima og flutt út. Þá er til skoðunar að flytja hana aftur hingað og setja Ronju piiaasup pania, eins og sýningin heitir á grænlensku, upp hér á landi.Björn Ingi Hilmarsson, leikstjóri.MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIЄVerkið verður sýnt sex sinnum í Nuuk og uppselt er á allar sýningar. Síðan fer það á flakk á fjóra staði um landið. Vegum er ábótavant og því þurfti að hanna leikmyndina með það í huga að auðvelt væri að skella henni í flugvél og flytja hana þannig. Útlitið er því öðruvísi en vant er og á margan hátt meira abstrakt,“ segir Björn Ingi. Leikstjórinn hefur verið nær samfleytt á Grænlandi frá því í byrjun árs en þetta er í fjórða sinn sem hann fer þangað. Fyrri þrjú skiptin voru í tengslum við verkefnið Þjóðleik sem er verkefni Þjóðleikhússins. Innanlands hefur verkefnið snúið að því að Þjóðleikhúsið aðstoði leikhópa ungs fólks á landsbyggðinni við að setja upp sýningar en nú er einnig litið út fyrir landsteinana. Eftir eina slíka för Björns hringdi danski þjóðleikhússtjórinn í hann og bauð honum að leikstýra Ronju. Uppsetningin er smærri í sniðum en fólk á að venjast hér heima. Leikhópurinn samanstendur af átta leikurum en þegar Ronja hefur verið sett á svið hér á landi hafa hlutverkin verið um tuttugu. Björn þekkir sýninguna út og inn en hann hefur komið að öllum uppsetningum hennar í atvinnuleikhúsum hér á landi. „Sýningin er á grænlensku og þó ég þekki leikritið mjög vel þá tók smá tíma að venjast því á tungumáli sem ég skil ekkert í. Uppbygging grænlenskunnar er allt önnur en íslenskunnar og orðaröðin öðruvísi. En þó ég skilji ekki orðin þá veit ég vel hvað þau eru að segja. Öll okkar samskipti eru á ensku og þetta hefur gengið ágætlega enda tungumál leiklistarinnar alltaf eins,“ segir leikstjórinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Grænland Leikhús Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira