Ferrari með yfirhöndina gegn Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 19:15 Ferrari bíllinn lítur vel út í brautinni á Spáni vísir/epa Fyrri helming prófana í Formúlu 1 lauk í dag en liðin fá aðra fjóra daga til að prófa bíla sína í næstu viku. Fyrsti kappakstur ársins fer fram í Ástralíu 17. mars. „Þeir líta mjög vel út, alveg sama hversu mikið bensín þeir aka með eða í hvaða vélarstillingum þeir eru,“ sagði Mercedes ökuþórinn Valtteri Bottas um keppinauta sína í Ferrari. Fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, liðsfélagi Bottas hjá Mercedes var sammála Finnanum og sagði Ferrari bílanna virkilega sterka í ár. „Þeir virðast vera komnir með betri bíl en í fyrra sem þýðir að áskorunin verður enn stærri fyrir okkur,“ sagði Hamilton. Charles Leclerc, nýr ökuþór Ferrari, vill þó meina að fimmföldu meistararnir í Mercedes séu að fela getu bíls síns. „Við verðum að sjá til hvernig fer í fyrsta kappakstrinum,“ sagði ungi Mónakóbúinn í viðtali við BBC.Baráttan verður hörð um öll sætiSlagurinn um þriðja sæti bílasmiða lítur út fyrir að verða mjög harður í ár. Bæði McLaren og Renault hafa verið að ná góðum tímum á brautinni í Katalóníu í vikunni. Red Bull liðið hefur verið öruggt í þriðja sætinu síðastliðin ár. Þetta keppnistímabil verður þeirra fyrsta með Honda vélar og virðist samstarfið koma vel út það sem af er prófunum. Williams liðið missti af fyrstu tveimur dögum prófananna. Ökumenn liðsins þeir George Russell og Robert Kubica hafa aðalega verið að læra á nýja bílinn en þeir óku hægast allra í gær. Formúla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrri helming prófana í Formúlu 1 lauk í dag en liðin fá aðra fjóra daga til að prófa bíla sína í næstu viku. Fyrsti kappakstur ársins fer fram í Ástralíu 17. mars. „Þeir líta mjög vel út, alveg sama hversu mikið bensín þeir aka með eða í hvaða vélarstillingum þeir eru,“ sagði Mercedes ökuþórinn Valtteri Bottas um keppinauta sína í Ferrari. Fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, liðsfélagi Bottas hjá Mercedes var sammála Finnanum og sagði Ferrari bílanna virkilega sterka í ár. „Þeir virðast vera komnir með betri bíl en í fyrra sem þýðir að áskorunin verður enn stærri fyrir okkur,“ sagði Hamilton. Charles Leclerc, nýr ökuþór Ferrari, vill þó meina að fimmföldu meistararnir í Mercedes séu að fela getu bíls síns. „Við verðum að sjá til hvernig fer í fyrsta kappakstrinum,“ sagði ungi Mónakóbúinn í viðtali við BBC.Baráttan verður hörð um öll sætiSlagurinn um þriðja sæti bílasmiða lítur út fyrir að verða mjög harður í ár. Bæði McLaren og Renault hafa verið að ná góðum tímum á brautinni í Katalóníu í vikunni. Red Bull liðið hefur verið öruggt í þriðja sætinu síðastliðin ár. Þetta keppnistímabil verður þeirra fyrsta með Honda vélar og virðist samstarfið koma vel út það sem af er prófunum. Williams liðið missti af fyrstu tveimur dögum prófananna. Ökumenn liðsins þeir George Russell og Robert Kubica hafa aðalega verið að læra á nýja bílinn en þeir óku hægast allra í gær.
Formúla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira