Sleggjurnar fara af stað í Lengjubikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 18:15 Björn Daníel Sverrisson er kominn heim í FH. vísir/tom Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira
Í dag, 21. febrúar, gátu félögin í Pepsi-deildinni loks fengið í gegn félagaskiptabeiðnir sínar fyrir leikmenn sem eru að koma frá erlendum félagsliðum. Sleggjurnar sem eru að koma heim úr atvinnumennskunni eða erlendir atvinnumenn sem hafa verið fengnir til landsins þurfa ávallt að bíða fram á þennan dag og geta því ekki tekið þátt í Reykjavíkurbikarnum en í Fótbolti.net-mótinu mega einnig leikmenn án heimildar spila. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er að glugginn má aðeins standa opinn í tólf vikur og því lokar hann 15. maí. Þar með gefst liðunum tími til að bæta við sig leikmönnum eða losa sig við leikmenn eftir fyrstu umferðirnar í Pepsi-deildinni. Nokkur stór félagskipti fóru í gegn í dag. Björn Daníel Sverrisson er formlega kominn heim í FH og getur spilað Hafnafjarðarslag í Lengjubikarnum í byrjun mars á móti Haukum. Valsmenn fengu tvo skráða í dag; miðjumanninn Lasse Petry og varnarmanninn Orra Sigurð Ómarsson, sem verða báðir löglegir á móti Fjölni í Egilshöllinni annað kvöld klukkan 19.00. KA-menn fengu heim varnarmanninn Hauk Heiðar Hauksson frá AIK en hann fékk leikheimild í dag og ætti að vera klár í slaginn fyrir bæjarferð Akureyringa um helgina en þeir mæta Fram í Egilshöllinni klukkan 17.15 á laugardaginn. Breiðablik náði í einn uppalinn heim frá Hollandi en Viktor Karl Einarsson ætlar að taka slaginn í Pepsi-deildinni. Þessi ungi og efnilegi miðjumaður er kominn með leikheimild og getur spilað sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardagsmorgunn á móti Víkingi klukkan 11.00. Gary Martin, framherjinn magnaði sem er kominn í Val frá Lilleström, er ekki enn kominn með leikheimild.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjá meira