Nokkrir ökumenn sprengdu hjólbarða í nýrri holu í Skíðaskálabrekkunni Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2019 11:00 Mynd sem var tekin af holunni sem myndaðist í byrjun janúar. Vísir/Jói K Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Nokkrir ökumenn urðu fyrir því óláni að dekk hjólbarða á bílum þeirra sprungu þegar þeir óku ofan í holu sem hafði myndast í Hveradalsbrekkunni á Hellisheiði, en brekkan er af mörgum kölluð Skíðaskálabrekkan. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir að nokkrir ökumenn hafi lent í þessu vegna holunnar sem myndaðist í nótt eða morgun. Hann segir starfsmenn Vegagerðarinnar búna að lagfæra þessa holu. Pétur bendir á að undanfarið hafi veðrið verið með því móti að holur myndast nokkuð auðveldlega á vegum landsins, það er að segja þegar þíða er á landinu eftir kuldatíð. Hann biðlar til vegfarenda að sýna aðgát vegna slíkra aðstæðna. Vegfarandi sem hafði samband við Vísi í morgun taldi níu bíla þar sem hjólbarðar höfðu sprungið vegna holunnar á veginum um Hveradalsbrekku. Pétur sagðist ekki hafa nákvæmt yfirlit yfir fjölda bíla sem lentu í þessu í morgun. Vegfarandinn sagði þessa holu hafa myndast nærri þeim stað þar sem önnur hola hafði myndast í byrjun janúar og olli ökumönnum sömu vandamálum. Ökumennirnir sem lentu í þessu í janúar fóru fram á að Vegagerðin myndi bæta þeim tjónið en Vegagerðin hefur hafnað þeim bótakröfum á þeim grundvelli að hún hafði ekki vitneskju um holuna. Pétur segir í samtali við Vísi í dag að það sama eigi við þessa holu sem myndaðist á veginum í morgun. Vegagerðin muni ekki fallast á kröfur bíleigenda ef þeir fara fram á að fá tjónið bætt.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57 Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30 Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Vegagerðin bætir ekki holutjón Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á. 10. janúar 2019 19:57
Sprungin dekk í Skíðaskálabrekkunni vegna holu á versta stað Nokkur fjöldi ökumanna á leiðinni til höfuðborgarinnar urðu fyrir þeim leiðindum að sprakk á dekki þeirra á leið niður Skíðaskálabrekkuna í Hveradal í morgun. 2. janúar 2019 08:30
Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni. 11. janúar 2019 20:00