Sport

Hugsanlega keppt í breikdansi á Ólympíuleikunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Breikið er að koma aftur segja skipuleggjendur Ólympíuleikanna.
Breikið er að koma aftur segja skipuleggjendur Ólympíuleikanna. vísir/epa
Ein óvæntasta frétt dagsins er klárlega sú að lagt hefur verið til að keppt verði í breikdansi á Ólympíuleikunum í París árið 2024.

Breikdans er ein fjögurra íþrótta sem skipuleggjendur leikanna í París hafa lagt til að keppt verði í. Það er líka lagt til að keppt verði á brimbrettum, klifri og hjólabrettum.

Reyndar verður keppt á brimbrettum, klifri og hjólabrettum í Japan árið 2020 en Parísarmenn vilja halda því áfram.

Uppgangur breikdansins hefur eflaust farið fram hjá einhverjum en það var þó keppt í breikdansi á Ólympíuleikum æskunnar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×