Teikn á lofti um alvarlega stöðnun eða samdrátt í hagkerfinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Hlutverk leiðandi hagvísis Analytica er að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvif. Fréttablaðið/Anton Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyrirtækisins Analytica lækkaði tólfta mánuðinn í röð í janúar. Þetta er mesta lækkun hagvísisins síðan árið 2008. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir alvarlega hættu á stöðnun í hagkerfinu. „Þó að aðstæðurnar árin 2007 og 2008 hafi verið öfgafyllri og ósamanburðarhæfar því sem nú er, þá bendir þessi þróun til þess að alvarleg hætta sé á stöðnun, það er að segja að það verði enginn hagvöxtur á næstunni eða jafnvel samdráttur,“ segir Yngvi í samtali við Fréttablaðið. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Hlutverk hennar er meðal annars að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Ef lækkun á hagvísinum er skörp gefur það til kynna að samdráttur sé fram undan. Fjórir af sex undirliðum vísitölunnar lækkuðu frá því í desember. „Við höfum ekki séð viðlíka samdrátt í debetkortaveltu síðan árin 2007 og 2008. Samhliða því hefur væntingavísitalan lækkað sem þýðir að almenningur er orðinn svartsýnni á stöðuna. Síðan er innflutningur að dragast saman,“ segir Yngvi. „Helsti áhrifaþátturinn er hins vegar sá að ferðamannafjöldinn hefur verið að þróast til verri vegar.“ Undirliðirnir sex sem mynda leiðandi hagvísi Analytica eru aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup. Að sögn Yngva hefur hver og einn tilhneigingu til að leiða þróunina í hagkerfinu. Yngvi tekur fram að um sé að ræða spá um þróun til skamms tíma, þ.e. næstu mánaða, en ekki margra ára. Þannig sé langtímaleitni ferðamannafjölda enn sterk. Þar sem hagvísirinn hafi lækkað í tólf mánuði samfleytt eigi einkenni hægari vaxtar þegar að vera farin að sjást. „Vísitalan spáir um sex mánuði fram í tímann og því hefði átt að bera á einkennum hægari vaxtar síðasta haust. Ég tel að svo hafi verið. Ferðaþjónustan hefur verið á þann veg, innflutningur hefur minnkað og stefnir í samdrátt frá fyrra ári og fréttir af uppsögnum fólks hafa verið áberandi. Þróunin í hagkerfinu er í takt við vísitöluna,“ segir Yngvi. Þá eru áfram óvissuþættir sem geta haft mikil áhrif á það í hvaða átt hagkerfið stefnir. Nefnir Yngvi að framvinda og niðurstaða kjaraviðræðna sé einn helsti óvissuþátturinn hér heima fyrir. Þá getur þróun mála í alþjóðastjórnmálum ógnað stöðunni. „Það er rétt sem seðlabankastjóri sagði á dögunum um að verkföll munu auka þennan vanda. Ef það kemur hrina verkfalla þá eykur það líkurnar á að við lendum í samdrætti,“ segir Yngvi og vísar til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í byrjun febrúar. Varaði seðlabankastjóri við verkföllum og óhóflegum launahækkunum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Afleiðing þeirra yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í byrjun febrúar að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvöxtum bankans, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, var því haldið í 4,5 prósentum. Samkvæmt þjóðhagsspá sem bankinn birti samhliða vaxtaákvörðuninni er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8 prósent. Það er um eins prósents minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember. Gangi spá bankans eftir verður það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Sagði bankinn að hægari vöxtur stafaði einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur væru á því að spenna í þjóðarbúskapnum minnkaði hraðar en áður var talið. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Leiðandi hagvísir ráðgjafarfyrirtækisins Analytica lækkaði tólfta mánuðinn í röð í janúar. Þetta er mesta lækkun hagvísisins síðan árið 2008. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir alvarlega hættu á stöðnun í hagkerfinu. „Þó að aðstæðurnar árin 2007 og 2008 hafi verið öfgafyllri og ósamanburðarhæfar því sem nú er, þá bendir þessi þróun til þess að alvarleg hætta sé á stöðnun, það er að segja að það verði enginn hagvöxtur á næstunni eða jafnvel samdráttur,“ segir Yngvi í samtali við Fréttablaðið. Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Hlutverk hennar er meðal annars að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efnahagsumsvifum. Ef lækkun á hagvísinum er skörp gefur það til kynna að samdráttur sé fram undan. Fjórir af sex undirliðum vísitölunnar lækkuðu frá því í desember. „Við höfum ekki séð viðlíka samdrátt í debetkortaveltu síðan árin 2007 og 2008. Samhliða því hefur væntingavísitalan lækkað sem þýðir að almenningur er orðinn svartsýnni á stöðuna. Síðan er innflutningur að dragast saman,“ segir Yngvi. „Helsti áhrifaþátturinn er hins vegar sá að ferðamannafjöldinn hefur verið að þróast til verri vegar.“ Undirliðirnir sex sem mynda leiðandi hagvísi Analytica eru aflamagn, debetkortavelta, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa, innflutningur og væntingavísitala Gallup. Að sögn Yngva hefur hver og einn tilhneigingu til að leiða þróunina í hagkerfinu. Yngvi tekur fram að um sé að ræða spá um þróun til skamms tíma, þ.e. næstu mánaða, en ekki margra ára. Þannig sé langtímaleitni ferðamannafjölda enn sterk. Þar sem hagvísirinn hafi lækkað í tólf mánuði samfleytt eigi einkenni hægari vaxtar þegar að vera farin að sjást. „Vísitalan spáir um sex mánuði fram í tímann og því hefði átt að bera á einkennum hægari vaxtar síðasta haust. Ég tel að svo hafi verið. Ferðaþjónustan hefur verið á þann veg, innflutningur hefur minnkað og stefnir í samdrátt frá fyrra ári og fréttir af uppsögnum fólks hafa verið áberandi. Þróunin í hagkerfinu er í takt við vísitöluna,“ segir Yngvi. Þá eru áfram óvissuþættir sem geta haft mikil áhrif á það í hvaða átt hagkerfið stefnir. Nefnir Yngvi að framvinda og niðurstaða kjaraviðræðna sé einn helsti óvissuþátturinn hér heima fyrir. Þá getur þróun mála í alþjóðastjórnmálum ógnað stöðunni. „Það er rétt sem seðlabankastjóri sagði á dögunum um að verkföll munu auka þennan vanda. Ef það kemur hrina verkfalla þá eykur það líkurnar á að við lendum í samdrætti,“ segir Yngvi og vísar til ummæla Más Guðmundssonar seðlabankastjóra frá því í byrjun febrúar. Varaði seðlabankastjóri við verkföllum og óhóflegum launahækkunum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Afleiðing þeirra yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í byrjun febrúar að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvöxtum bankans, vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, var því haldið í 4,5 prósentum. Samkvæmt þjóðhagsspá sem bankinn birti samhliða vaxtaákvörðuninni er gert ráð fyrir að töluvert hægi á hagvexti í ár og að hann verði 1,8 prósent. Það er um eins prósents minni vöxtur en bankinn gerði ráð fyrir í nóvember. Gangi spá bankans eftir verður það minnsti hagvöxtur sem mælst hefur frá árinu 2012. Sagði bankinn að hægari vöxtur stafaði einkum af samdrætti í ferðaþjónustu. Horfur væru á því að spenna í þjóðarbúskapnum minnkaði hraðar en áður var talið.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00 Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Verðbólguvæntingar að aukast hjá stjórnendum stórfyrirtækja Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu næstu tólf mánuði. Hafa verðbólguvæntingar þeirra ekki verið meiri frá því í aðdraganda síðustu kjarasamninga. 19. desember 2018 08:00
Verðbólgan var 3,4% í janúar Vísitala neysluverðs lækkaði í janúar og mældist þá 3,4% samanborið við 3,7% verðbólgu í desember. Breytingin skýrist að hluta til af verðlækkunum á janúarútsölum. 29. janúar 2019 14:45