Þrír stjórnarþingmenn ganga til liðs við klofningshópinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 12:33 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10
Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00