Helgur staður? Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Ólöf Skaftadóttir Skipulag Víkurgarður Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis fyrir aftan Landsímahúsið stendur Víkurgarður, einn elsti almenningsgarður í Reykjavík, sem í daglegu tali kallast Fógetagarðurinn. Garðurinn stendur þar sem hin forna Reykjavíkurkirkja stóð allt frá árinu 1200. Síðasta kirkjan þar var rifin 1789 en kirkjugarðurinn var enn í notkun til 1839, þegar hann var afhelgaður. Garðurinn hefur undanfarin örfá ár verið helst nýttur sem lifandi torg þar sem hægt er að fara á kaffihús og á bar, matarvagnar hafa þar starfað og matarmarkaðir settir upp á tyllidögum. Þessi skemmtilega þróun er þó tiltölulega nýleg. Meðal annars hefur svæðið áður verið nýtt undir einkabílastæði Landsbankastjóra á malbikuðu plani og fleira miður skemmtilegt. Í húsinu við hliðina á Víkurgarði á að rísa hótel, auk þess sem NASA verður endurgerður í upprunalegri mynd. Fyrirhuguð er uppbygging veitingastaða, íbúða og menningartengdrar starfsemi á reitnum, sem nefnist Landsímareiturinn. Eflaust þykir mörgum nóg um hóteluppbyggingu í borginni. Hægt er að færa ágætis rök fyrir því. Þau sjónarmið eru líka góð og gild, að huga þurfi vel að minjum í borginni. Um þetta hefur verið deilt í kringum byggingu hótelsins. Þar hefur farið fremst í flokki félagsskapur sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Þeir hafa sagt að með uppbyggingu á reitnum verði grafarró 600 manns raskað, en af byggingarlóðinni sjálfri hafa þó allar minjar verið fjarlægðar með samþykki Minjastofnunar. Ekki er að sjá að Víkurgarðsmenn hafi látið garðinn sjálfan sig nokkru varða undanfarna áratugi, þegar honum var meira og minna öllum raskað með greftri um hann þveran og endilangan í framkvæmdum á seinni hluta síðustu aldar og upphafi þeirrar sem nú líður. Nú liggur ljóst fyrir að lóðarhafar á Landsímareitnum hafa komið til móts við sjónarmið Minjastofnunar Íslands um vernd menningarminja í Víkurgarði sem voru sett fram í friðlýsingartillögu sem stofnunin hafði beint til Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra. Rökstuðningur fyrir tillögu Minjastofnunar stóð og féll með staðsetningu inngangs, sem átti að vera gegnt Víkurgarði en liggur nú fyrir að verði færður út fyrir mörk garðsins samkvæmt tillögu lóðarhafa. Var tillagan því dregin til baka og ráðherranum þar með forðað frá því að taka erfiða ákvörðun, hvernig sem hún hefði orðið, á elleftu stundu. Ætla mætti að þessi niðurstaða yrði til þess að Varðmenn Víkurgarðs gætu vel við unað þar sem niðurstaðan tryggir að umferð gangandi inn á jarðhæð nýbyggingarinnar, sem hýsa á veitinga- og kaffihús í opnu rými, verður ekki um Víkurgarð. Svo virðist hins vegar ekki vera, þar sem harðlínumenn úr þeim hópi hafa þegar lýst yfir andstöðu og frekari mótmælum. Þessi afstaða vekur upp spurningar um hvort blaðaskrif og mótmælaaðgerðir undanfarinna mánaða hafi í raun snúist um eitthvað allt annað en Víkurgarð og vernd hans. Má vera að málið snúist frekar um íhaldssemi og fortíðarþrá en áhuga á því að vernda menningarminjar? Hinna látnu á að minnast, en þeir mega ekki trompa lífið í borginni.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar