Segir hækkanir skaða samkeppnishæfni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Starfsmenn Rarik að störfum. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Raforkuverð á Íslandi hækkar á sama tíma og verð í Evrópu lækkar að sögn sérfræðings hjá Samtökum iðnaðarins. Það geti skaðað samkeppnishæfni landsins en erfitt sé að meta það þar sem skortur sé á gagnsæi. Landsvirkjun segist bjóða raforku á samkeppnisfæru verði. Heildsöluverð sem hluti af raforkureikningi notenda hafi farið lækkandi. „Markmið raforkulaganna sem voru sett árið 2003 hafa ekki náðst að öllu leyti. Í stað þess að samkeppni lækki kostnað þá virðist fákeppni á markaðinum leiða til hækkandi raforkuverðs,“ segir Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Hann vísar til fréttar sem birtist á vef Landsnets fyrr í mánuðinum. Í fréttinni kom fram að meðalverð raforku vegna flutningstapa fyrir 2. ársfjórðung 2019 lægi fyrir en samið var á grundvelli rafræns útboðs sem fram fór í janúarmánuði. Þegar borin væru saman raforkuverð frá sama ársfjórðungi 2018 kæmi í ljós að verðin hefðu hækkað um 4,4 prósent. „Núna horfum við á áframhaldandi hækkanir inn í sumarmánuðina á þessu ári og vetrarverðin hafa ekki lækkað á móti. Í þessu tilliti er því ekki hægt að tala um strúktúrbreytingu heldur hreina hækkun. Til lengri tíma litið veldur þetta hækkunum á heildarkostnaði okkar og þar með hærri kostnaði fyrir alla raforkunotendur,“ birti Landsnet sem kunni engar skýringar á hækunninni.Lárus M. K. Ólafsson.SILárus segir það hafa komið sér á óvart að sjá Landsnet stíga svona hart fram. Yfirlýsing Landsnets endurspegli gagnrýni Samtaka iðnaðarins sem taki heils hugar undir hana. Hann bendir á að staða lóna sé í hámarki. „Öll lón eru full og ættu þá að leiða af sér jafnt eða lækkandi raforkuverð. En þvert á móti er það að hækka. Fyrirtæki í svona góðri stöðu hefur mikið svigrúm til að jafna út sveiflur. Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig verðið fer hækkandi.“ Bendir Lárus á að verðupplýsingar frá Íslandi séu ekki aðgengilegar og því ekki með í verðsamanburði Eurostat. Sé það ein birtingarmynd á ógagnsæi markaðarins. Hins vegar sé ljóst að meðalverð á raforku í Evrópu hafi lækkað á síðustu árum og þannig sé Ísland að missa samkeppnishæfni sína. „Þegar það er skortur á gagnsæi þá er erfitt að meta hver raunveruleg samkeppnishæfni okkar er í samanburði við önnur lönd,“ segir Lárus. Þá tekur hann fram að það sé óvenjulegt að stórnotendur geti ekki varið sig fyrir flutningstöpum. Þeir séu ekki að fá umsamda vöru. „Þú ert að fá 98% prósent af vörunni sem þú ert búinn að semja um en þarft síðan að greiða viðbótartöpin. Það er lítið svigrúm í samningunum til að verja sig þessum töpum.“Flutningstöpin aðeins 15% Í svari við fyrirspurn Markaðarins segir Landsvirkjun að verðhækkanir, sem Landsnet minnist á, hafi ekki átt sér stað fyrir tilstuðlan fyrirtækisins. Hlutur Landsvirkjunar hafi numið 26 prósentum og farið minnkandi í útboðunum. „Landsvirkjun býður rafmagn á samkeppnisfæru verði en gætir þess um leið að það sé ekki undir markaðsverði,“ segir í svari Landsvirkjunar sem getur þess að flutningstöpin séu aðeins 15 prósent af heildarflutningskostnaði hjá Landsneti. Þá segist Landsvirkjun styðja verðgagnsæi og stuðla að því að meðal annars með því að birta á hverju ári meðalverð til stóriðju og heildsölu í sínum ársreikningum. Bent er á að Orkustofnun sjái um samskipti og birtingu íslenskra raforkuverða hjá Eurostat. Landsvirkjun afhendir þau gögn sem Orkustofnun óskar eftir hverju sinni til þess að birta hjá Eurostat. „Að auki hefur margt varðandi verð komið fram á raforkumarkaðsfundum Landsvirkjunar undanfarin misseri. Hægt er að nálgast efni þessara funda á vef Landsvirkjunar. Á þessum fundum hefur meðal annars komið fram að verð Landsvirkjunar á heildsölu hefur frekar farið lækkandi sem hluti af raforkureikningi notenda,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Raforkuverð á Íslandi hækkar á sama tíma og verð í Evrópu lækkar að sögn sérfræðings hjá Samtökum iðnaðarins. Það geti skaðað samkeppnishæfni landsins en erfitt sé að meta það þar sem skortur sé á gagnsæi. Landsvirkjun segist bjóða raforku á samkeppnisfæru verði. Heildsöluverð sem hluti af raforkureikningi notenda hafi farið lækkandi. „Markmið raforkulaganna sem voru sett árið 2003 hafa ekki náðst að öllu leyti. Í stað þess að samkeppni lækki kostnað þá virðist fákeppni á markaðinum leiða til hækkandi raforkuverðs,“ segir Lárus M. K. Ólafsson, viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Hann vísar til fréttar sem birtist á vef Landsnets fyrr í mánuðinum. Í fréttinni kom fram að meðalverð raforku vegna flutningstapa fyrir 2. ársfjórðung 2019 lægi fyrir en samið var á grundvelli rafræns útboðs sem fram fór í janúarmánuði. Þegar borin væru saman raforkuverð frá sama ársfjórðungi 2018 kæmi í ljós að verðin hefðu hækkað um 4,4 prósent. „Núna horfum við á áframhaldandi hækkanir inn í sumarmánuðina á þessu ári og vetrarverðin hafa ekki lækkað á móti. Í þessu tilliti er því ekki hægt að tala um strúktúrbreytingu heldur hreina hækkun. Til lengri tíma litið veldur þetta hækkunum á heildarkostnaði okkar og þar með hærri kostnaði fyrir alla raforkunotendur,“ birti Landsnet sem kunni engar skýringar á hækunninni.Lárus M. K. Ólafsson.SILárus segir það hafa komið sér á óvart að sjá Landsnet stíga svona hart fram. Yfirlýsing Landsnets endurspegli gagnrýni Samtaka iðnaðarins sem taki heils hugar undir hana. Hann bendir á að staða lóna sé í hámarki. „Öll lón eru full og ættu þá að leiða af sér jafnt eða lækkandi raforkuverð. En þvert á móti er það að hækka. Fyrirtæki í svona góðri stöðu hefur mikið svigrúm til að jafna út sveiflur. Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig verðið fer hækkandi.“ Bendir Lárus á að verðupplýsingar frá Íslandi séu ekki aðgengilegar og því ekki með í verðsamanburði Eurostat. Sé það ein birtingarmynd á ógagnsæi markaðarins. Hins vegar sé ljóst að meðalverð á raforku í Evrópu hafi lækkað á síðustu árum og þannig sé Ísland að missa samkeppnishæfni sína. „Þegar það er skortur á gagnsæi þá er erfitt að meta hver raunveruleg samkeppnishæfni okkar er í samanburði við önnur lönd,“ segir Lárus. Þá tekur hann fram að það sé óvenjulegt að stórnotendur geti ekki varið sig fyrir flutningstöpum. Þeir séu ekki að fá umsamda vöru. „Þú ert að fá 98% prósent af vörunni sem þú ert búinn að semja um en þarft síðan að greiða viðbótartöpin. Það er lítið svigrúm í samningunum til að verja sig þessum töpum.“Flutningstöpin aðeins 15% Í svari við fyrirspurn Markaðarins segir Landsvirkjun að verðhækkanir, sem Landsnet minnist á, hafi ekki átt sér stað fyrir tilstuðlan fyrirtækisins. Hlutur Landsvirkjunar hafi numið 26 prósentum og farið minnkandi í útboðunum. „Landsvirkjun býður rafmagn á samkeppnisfæru verði en gætir þess um leið að það sé ekki undir markaðsverði,“ segir í svari Landsvirkjunar sem getur þess að flutningstöpin séu aðeins 15 prósent af heildarflutningskostnaði hjá Landsneti. Þá segist Landsvirkjun styðja verðgagnsæi og stuðla að því að meðal annars með því að birta á hverju ári meðalverð til stóriðju og heildsölu í sínum ársreikningum. Bent er á að Orkustofnun sjái um samskipti og birtingu íslenskra raforkuverða hjá Eurostat. Landsvirkjun afhendir þau gögn sem Orkustofnun óskar eftir hverju sinni til þess að birta hjá Eurostat. „Að auki hefur margt varðandi verð komið fram á raforkumarkaðsfundum Landsvirkjunar undanfarin misseri. Hægt er að nálgast efni þessara funda á vef Landsvirkjunar. Á þessum fundum hefur meðal annars komið fram að verð Landsvirkjunar á heildsölu hefur frekar farið lækkandi sem hluti af raforkureikningi notenda,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira