Kvennafangelsi verður breytt í ódýrar íbúðir Sylvía Hall skrifar 9. mars 2019 10:18 Holloway fangelsið. Vísir/AP Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn. Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Kvennafangelsið Holloway í norðurhluta Lundúnaborgar var selt íbúðafélaginu Peabody á föstudag fyrir tæplega 82 milljónir punda. Upphæðin nemur um 13 milljörðum íslenskra króna. Guardian greinir frá. Fangelsið var fyrsta kvennafangelsið í Bretlandi þegar það opnaði árið 1902 og var lengi það stærsta í vesturhluta Evrópu áður en það lokaði 2016 eftir að aðstæður þar voru metnar óviðunandi. Íbúðafélagið áætlar að breyta fangelsinu í þúsund íbúðir og hefur tilkynnt að meirihluti íbúðanna verði á hagstæðu verði. Um 70% ódýru íbúðanna verði leiguíbúðir og verður verð þeirra miðað við tekjur íbúanna. Kaupin á fangelsinu voru að hluta til fjármögnuð með láni úr sjóði á vegum borgarstjóra Lundúna og segir hann hið „byltingarkennda“ lán tryggja að stærsti hluti íbúðanna verði á viðráðanlegu verði. Jafnframt segir hann framkvæmdirnar sýna hvað hægt sé að gera á svæðum borgarinnar þrátt fyrir takmarkaðar valdheimildir. Dómsmálaráðuneyti landsins hefur reynt að selja fangelsið frá því að það lokaði árið 2016 og segir Rory Stewart, fangelsismálaráðherra, að ágóði sölunnar muni gera ráðuneytinu kleift að gera umbætur á þeim fangelsum sem eru komin til ára sinna. Áætlað er að hefja framkvæmdir árið 2022 og er stefnt að því að ljúka þeim árið 2026. Í skipulagi fyrir íbúðirnar er gert ráð fyrir kvennaathvarfi, grænum svæðum og leiksvæðum fyrir börn.
Bretland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira