Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 13:08 Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós. Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira
Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós.
Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vara við listeríu í rifnu grísakjöti „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Sjá meira