Hringt inn fyrir jafnrétti kynjanna í Kauphöll en baráttumálin ennþá mörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 13:08 Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós. Jafnréttismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Víða er haldið uppá alþjóðlegan baráttudag kvenna í dag. Formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri. Jafnréttismál séu komin á kortið en baráttumálin séu ennþá mörg. Það þurfi að berjast gegn ofbeldi gagnvart konum, fyrir réttindum láglaunakvenna og kvenna að erlendum uppruna. Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna í morgun af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna. Þetta er í þriðja sinn sem Kauphöllin tekur þátt í sameiginlegum viðburði á heimsvísu á meðal kauphalla fyrir jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Viðburðurinn var í samstarfi við UN Women á Íslandi og Samtök atvinnulífsins.Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands segir að þó að margt hafi áunnist í réttindamálum kvenna sé ennþá margt sem þurfi að berjast fyrir.Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Kröfuganga hefst klukkan fjögur frá Gamla bíó en skipuleggjendur eru Efling og Menningar-og friðarsamtökin MFÍK. Þar á að samstöðu og styðja við láglaunakonur í verkfalli. Genginn verður hringur framhjá stærstu hótelum í miðbænum og endað aftur í Gamla bíó þar sem hátíðar- og baráttudagskrá hefst klukkan fimm. Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður kvenréttindafélags Íslands segir að þessi dagur sé að verða sífellt stærri hér á landi. „Það stóra sem er að gerast í dag er kvennaverkfall. Alvöru verkfall þar sem konur á lægstu launum í landinu eru að rísa upp og verða með útifund klukkan tólf og á sama tíma verða birtar niðurstöður úr rannsókn um áfallasögu kvenna á Íslandi. Hún segir að sífellt fleiri haldi daginn hátíðlegan en þetta sé bæði dagur til að fagna sigrum en líka til að minnast þess hvar þurfi áfram að berjast. „Við þurfum að berjast gegn ofbeldi á konum. Fyrir því að þær geti lifað á sínum launum og fyrir aðgengi fatlaðra kvenna. Þá þarf að berjast fyrir réttindum kvenna að erlendum uppruna. Við viljum meira jafnrétti í landinu, þetta skiptir okkur máli og snertir okkur öll,“ segir Fríða Rós.
Jafnréttismál Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira