Messi búinn að jafna sig eftir HM og gefur aftur kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 08:30 Lionel Messi umkringdur íslenskum landsliðsmönnum í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason reyna hér að stoppa hann. Getty/The Asahi Shimbun Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira