Starfsfólk PSG þurfti að halda Neymar frá því að ráðast inn til dómaranna Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2019 11:00 Damir Skomina benti á punktinn eftir að skoða VAR. vísir/getty Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Paris Saint-Germain tapaði fyrir Manchester United á miðvikudagskvöldið í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, 3-1, eftir að vinna fyrri leikinn sannfærandi, 2-0, á heimavelli. Sigurinn var dramatískur í meira lagi en Damir Skomina, slóvenskur dómari leiksins, dæmdi VAR-víti í uppbótartíma sem að Marcus Rashford skoraði úr en það mark skaut United í átta liða úrslitin á kostnað PSG. Brasilíumaðurinn Neymar gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann stóð bálreiður á hliðarlínunni síðustu mínúturnar og var ekki skemmt þegar að Skomina benti á vítapunktinn.Franskir fjölmiðlar greina frá því að Neymar hafi gjörsamlega bilast í leikslok og reynt að komast að dómurunum en hann gat ekki sætt sig við úrslitin og að hans mati óréttlætið í dómgæslunni. Franska útvarpsstöðin RMC segir frá því að inn í leikmannagöngunum eftir leik hafi starfsfólk PSG hreinlega þurft að halda Neymar aftur svo hann myndi ekki æða inn í búningsherbergi dómaranna á Prinsavöllum í París. Í sömu frétt segir að Nasser al-Khelaifi, forseti PSG, hafi ekki verið neitt mikið glaðari og tekið reiði sína út á hurð einni í göngunum. Neymar lét dómarana heyra það á Instagram eftir leik og sagði þeim að fara til fjandans en Brasilíumaðurinn gæti átt yfir höfði sér nokkurra leikja Evrópuleikjabann fyrir framkomu sína.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00 Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Margir gleðjast yfir óförum tveggja af óvinsælustu knattspyrnumönnum heims Real Madrid og Paris Saint Germain ætluðu sér að vera að spila Meistaradeildarfótbolta í maí en í staðinn léku þau bæði sinn síðasta Meistaradeildarleik á tímabilinu í byrjun mars. 7. mars 2019 12:00
Peningarnir breyta þér ekki í sigurvegara: Klúðursaga PSG í Meistaradeildinni Eigendur Paris Saint Germain dreyma um að vinna Meistaradeildina en í gær klúðraði liðið þeirra enn á ný mjög góðri stöðu og datt út í byrjun útsláttarkeppninnar. 7. mars 2019 11:30
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30