Samþykktu bann við því að vanvirða stjórnvöld Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands. vísir/Getty Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ólöglegt verður að „vanvirða“ rússnesk yfirvöld og deila fréttum sem ríkisstjórnin álítur falskar eftir að frumvörp þess efnis voru samþykkt á rússneska þinginu í gær. Búist er við því að Vladímír Pútín forseti undirriti löggjöfina eftir að efri deild þingsins samþykkir. Þangað fara frumvörpin þann 13. mars. Miðað við frumvarpið mega þeir sem vanvirða stjórnvöld eiga von á um 200 þúsund króna sekt fyrir fyrsta brot. Sektir hækka með hverju broti og mega síbrotamenn eiga von á allt að fimmtán daga fangelsisdómi. Þeir sem birta svokallaðar falsfréttir mega eiga von á hærri sektum, allt að tæpum tveimur milljónum króna. Ekki eru allir sáttir við frumvörpin. BBC hafði eftir blaðamanninum Nikolai Svanidze að löggjöfin muni leiða til þess að blaðamenn fari að hræðast að skrifa fréttir af ótta við viðbrögð yfirvalda. Þá gagnrýndi viðskiptablaðið Vedomosti frumvörpin og sagði þau ógn við vefmiðla. Stjórnarþingmaðurinn Pavel Krasjenínníkov er ekki sammála. Sagði lögin til þess fallin að vernda Rússa fyrir „vefhryðjuverkamönnum“ á meðan samflokksmaður hans, Anatolíj Víjborníj sagðist hrifinn af því að verið væri að aga ríkisborgara. Stjórnmálaskýrandi BBC í Rússlandi sagði í umfjöllun sinni að frumvörpin væru liður í hertum aðgerðum Rússa gegn netfrelsi. Vakti athygli á því að nýlega var lagt fram frumvarp um „rússneskan veraldarvef“ sem væri óháður hinum almenna veraldarvef. Eins konar rússnesk útgáfa af hinu ritskoðaða, kínverska alneti.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira