Langt í land Hörður Ægisson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það voru pólitísk og efnahagsleg mistök að stofna til hins óburðuga evrópska myntbandalags. Á tuttugu ára afmæli evrunnar má flestum vera ljóst að fyrir utan aðeins örfá kjarnaríki, einkum Þýskaland, þá hefur kostnaðurinn af hinni sameiginlegu mynt verið mun meiri en nokkurn tíma ávinningurinn fyrir flest ríki evrusvæðisins. Enn fyrirfinnast þeir hins vegar, enda þótt rökin verði sífellt fátæklegri, sem telja íslenskum hagsmunum best borgið með því að tekin verði upp hér á landi peningastefna sem tekur í engu mið af hagsveiflu Íslands. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hélt því þannig fram um liðna helgi að Samtök atvinnulífsins bæru mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem nú væri uppi á vinnumarkaði þar sem þau hefðu horfið frá fyrri stefnu sinni um að semja um nýja og stöðuga mynt. Forystumenn SA, ásamt Samtökum iðnaðarins, hafa réttilega fallið frá röngum áherslum samtakanna í peningamálum á sínum tíma og þess í stað horft til raunhæfra lausna sem miða að því að bæta umgjörðina um krónuna í því skyni að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Engin stefna í peninga- og gjaldmiðlamálum er fullkomin heldur snýst valið öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru ekki neinar einfaldar lausnir í boði heldur skiptir öllu máli, eins og fjallað var um í skýrslu starfshóps um endurskoðun peningastefnunnar, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar iðulega verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum – hvort sem litið er til hagstjórnar hins opinbera, ríkisfjármála eða vinnumarkaðarins. Það vekur hins vegar furðu þegar því er haldið fram að gengismálin hafi stuðlað að hinum mikla vanda á vinnumarkaði. Ekkert gæti verið jafn fjarri sanni. Gengisstyrkingin skipti sköpum í að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum samtímis miklum vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði um leið að verðstöðugleika og lægri vöxtum. Krónan vann sitt verk. Fyrir launafólk skilaði þessi gengishækkun – ásamt þeim launahækkunum sem um var samið á vinnumarkaði – sér sömuleiðis í stórfelldri kaupmáttaraukningu. Ábatinn fyrir atvinnurekendur hefur að sama skapi verið minni en samanlagður hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni, svo dæmi sé tekið, hefur dregist saman um meira en sextíu prósent frá 2015. Hækkandi launakostnaður hefur þar ráðið mestu. Hefði Ísland verið með „stöðuga“ mynt eins og evruna, sem hefur reyndar ekki síður en krónan sveiflast gagnvart öðrum gjaldmiðlum síðustu ár, hefði byggst upp meira ójafnvægi sem hefði að lokum framkallað harkalegan efnahagssamdrátt. Fastgengisstefna krefst mikils aga í ríkisfjármálum og eins stöðugleika á vinnumarkaði. Slíkur agi, sem Íslendingar hafa jafnan ekki verið þekktir fyrir, verður ekki innleiddur með því einu að skipta um mynt og þær hatrömmu deilur sem við sjáum nú við gerð kjarasamninga sýna að við eigum þar enn langt í land. Íslenska hagkerfið, sem á lítið sameiginlegt með evrusvæðinu, er í grunninn byggt á fáum stoðum – einkum ferðaþjónustu og sjávarútvegi – sem undirstrikar mikilvægi þess að búa við sveigjanlegt gengisfyrirkomulag þar sem gengið getur aðlagast nýjum veruleika við framboðsskell í okkar helstu útflutningsgreinum. Að vera föst í spennitreyju myntbandalags við slíkar aðstæður væri aðeins uppskrift að efnahagslegu stórslysi sem myndi hitta venjulegt launafólk verst fyrir.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun