Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með. Fangelsismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með.
Fangelsismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira