Setti met hjá Man. United í Meistaradeildinni í gær en fer í skólann á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2019 16:00 Mason Greenwood fagnar með Marcus Rashford eftir hið mikilvæga mark þess síðarnefnda. Getty/Chloe Knott Ole Gunnar Solskjær hefur náð frábærum árangri með lið Manchester United síðan að hann tók við liðinu í desember og í gær komst liðið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera með tíu leikmenn frá vegna meiðsla og leikbanna. Ole Gunnar þekkir „Manchester United-leiðina“ betur en flestir enda spilaði hann í ellefu ár undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sir Alex var alltaf óhræddur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það hefur Ole Gunnar gert líka. Í gær sendi hann hinn sautján ára gamla Mason Greenwood inn á völlinn á æsispennandi lokamínútum leiksins þegar Manchester United vann 3-1 útisigur á Paris Saint Germain og komst flestum að óvörum áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mason Greenwood er fæddur í október 2001 og var þarna að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið Manchester United. Hann varð um yngsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi eða aðeins 17 ára og 156 daga gamall. Gerard Pique, núverandi leikmaður Barcelona, átti gamla félagsmetið hjá Manchester United.Mason Greenwood = the youngest-ever player to feature for @ManUtd in the #UCLpic.twitter.com/L4ReKcBfpW — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 7, 2019Greenwood kom inná fyrir Ashley Young á 87. mínútu og spilað þrjár síðustu mínútur venjulegs leiktíma og svo níu mínútur af uppbótartíma. Manchester United fékk VAR-vítaspyrnu á þessum tíma og úr henni skoraði Marcus Rashford markið sem kom United-liðinu áfram. Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir hinn sautján ára gamla Mason Greenwood en það var örugglega nógu mikið stökk að fá að ferðast með aðalliðinu til Parísar hvað þá að spila síðan þessar sögulegu lokamínútur leiksins. Það breytir samt ekki því að Mason Greenwood þarf að mæta aftur í skólann á morgun. Hann er nemandi við Ashton on Mersey skólann. Manchester United er með samning við skólann um að leikmenn hjá knattspyrnuakademíu félagsins fái að stunda þar nám með fótboltaiðkun sinni. Táningarnir Brandon Williams, James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong voru líka í hóp Manchester United á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöldi.@_MasonGreenwood’s Week: Tuesday: Travels with @ManUtd first team to PSG. Wednesday: Makes @ManUtd debut in the @ChampionsLeague. Friday: Returns back to school. The highs and lows. pic.twitter.com/8Ie1l0OM4T — SPORF (@Sporf) March 6, 2019Manchester United have named five teenagers on their bench to face PSG: 19-year-old Diogo Dalot 19-year-old Tahith Chong 18-year-old Angel Gomes 17-year-old James Garner 17-year-old Mason Greenwood A huge night for all involved. pic.twitter.com/PWwma2nOi6 — Squawka News (@SquawkaNews) March 6, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00 Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær hefur náð frábærum árangri með lið Manchester United síðan að hann tók við liðinu í desember og í gær komst liðið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að vera með tíu leikmenn frá vegna meiðsla og leikbanna. Ole Gunnar þekkir „Manchester United-leiðina“ betur en flestir enda spilaði hann í ellefu ár undir stjórn Sir Alex Ferguson. Sir Alex var alltaf óhræddur að gefa ungum leikmönnum tækifæri og það hefur Ole Gunnar gert líka. Í gær sendi hann hinn sautján ára gamla Mason Greenwood inn á völlinn á æsispennandi lokamínútum leiksins þegar Manchester United vann 3-1 útisigur á Paris Saint Germain og komst flestum að óvörum áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Mason Greenwood er fæddur í október 2001 og var þarna að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir aðallið Manchester United. Hann varð um yngsti leikmaður Manchester United í Meistaradeildinni frá upphafi eða aðeins 17 ára og 156 daga gamall. Gerard Pique, núverandi leikmaður Barcelona, átti gamla félagsmetið hjá Manchester United.Mason Greenwood = the youngest-ever player to feature for @ManUtd in the #UCLpic.twitter.com/L4ReKcBfpW — UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 7, 2019Greenwood kom inná fyrir Ashley Young á 87. mínútu og spilað þrjár síðustu mínútur venjulegs leiktíma og svo níu mínútur af uppbótartíma. Manchester United fékk VAR-vítaspyrnu á þessum tíma og úr henni skoraði Marcus Rashford markið sem kom United-liðinu áfram. Þetta hafa verið ótrúlegir dagar fyrir hinn sautján ára gamla Mason Greenwood en það var örugglega nógu mikið stökk að fá að ferðast með aðalliðinu til Parísar hvað þá að spila síðan þessar sögulegu lokamínútur leiksins. Það breytir samt ekki því að Mason Greenwood þarf að mæta aftur í skólann á morgun. Hann er nemandi við Ashton on Mersey skólann. Manchester United er með samning við skólann um að leikmenn hjá knattspyrnuakademíu félagsins fái að stunda þar nám með fótboltaiðkun sinni. Táningarnir Brandon Williams, James Garner, Angel Gomes og Tahith Chong voru líka í hóp Manchester United á Parc des Princes leikvanginum í París í gærkvöldi.@_MasonGreenwood’s Week: Tuesday: Travels with @ManUtd first team to PSG. Wednesday: Makes @ManUtd debut in the @ChampionsLeague. Friday: Returns back to school. The highs and lows. pic.twitter.com/8Ie1l0OM4T — SPORF (@Sporf) March 6, 2019Manchester United have named five teenagers on their bench to face PSG: 19-year-old Diogo Dalot 19-year-old Tahith Chong 18-year-old Angel Gomes 17-year-old James Garner 17-year-old Mason Greenwood A huge night for all involved. pic.twitter.com/PWwma2nOi6 — Squawka News (@SquawkaNews) March 6, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00 Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00 Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00 Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00 Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjá meira
Gáfu Manchester United aðeins þrjú prósent líkur Þetta var svo sannarlega vika óvæntra úrslita í Meistaradeildinni í fótbolta og líkindareikningurinn hjá þeim virtustu í faginu leit ekki vel út í leikslok á bæði þriðjudags- og miðvikudagskvöldið. 7. mars 2019 14:00
Fagnaði með Cantona og Ferguson á meðan kallað var eftir því að hann fengi starfið Ole Gunnar Solskjær er að reyna að setja einhver met í að vera elskaður á einum stað. 7. mars 2019 08:00
Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram Romelu Lukaku vill ekki missa Ole Gunnar Solskjær frá Manchester United. 7. mars 2019 15:00
Neville við Solskjær: Hversu langan samning viltu, hvað viltu í laun og hvar á styttan að vera? Ole Gunnar Solskjær er vinsælasti maðurinn á Old Trafford. 7. mars 2019 09:00
Hálft fjórða ár frá því að Solskjær var að þjálfa börn í Laugardalnum Ole Gunnar Solskjær stýrði liði sonar síns á Rey Cup í Reykjavík sumarið 2015. 7. mars 2019 10:30