Finnur Freyr: Glatað og sorglegt hjá Breiðabliki 5. mars 2019 16:45 Finnur Freyr Stefánsson var gestur þáttarins í gærkvöldi. vísir/stöð 2 sport Breiðablik féll á sunnudagskvöldið endanlega úr Domino´s-deild karla í körfubolta en örlög liðsins hafa verið ljós nánast frá því að liðið skaut sínu fyrsta skoti að körfunni í vetur. Ungt lið Blika hefur verið gagnrýnt mikið á tímabilinu og þá sérstaklega þjálfarinn Pétur Ingvarsson. Kjartan Atli Kjartasson spurði Finn Frey Stefánsson, gestasérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, hvort liðið hefði verið dæmt til þess að falla frá fyrsta leik í þætti gærkvöldsins. „Já, bara já. Menn eru búnir að gagnrýna Pétur og hitt og þetta en þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Blikarnir eru uppi og síðast gátu þeir falið sig á bak við það að þeir gátu ekki styrkt sig með erlendum leikmönnum,“ sagði Finnur Freyr. „Fyrirgefið mér, en mér finnst bara glatað hvernig liðið var sent inn í tímabilið. Þarna eru efnilegir og flottir leikmenn inn á en að ætlast til þess að þessir leikmenn geti borið upp lið í 10-12 manna róteringu í dag er bara galið.“ Finnur fór yfir þessa stefnu Blikanna í karla- og kvennaflokki að fá til sín mikið af efnilegum leikmönnum en hann skilur ekkert hvers vegna sterkir erlendir leikmenn voru ekki fengnir með þeim til að hjálpa bæði ungu strákunum og liðinu. „Það þarf ekkert marga. Ég held að ef Hilmar, Arnór, Snorri plús einhverjir tveir til þrír atvinnumenn hefðu byrjað tímabilið hefði þetta mögulega verið lið sem hefði boðið upp á eitthvað annað en þetta fíaskó sem hefur verið í gangi í vetur,“ sagði Finnur Freyr. „Hver er stefnan? Breiðablik hefur allt til þess að veðra risastórt körfuboltafélag. Þarna er mikið af krökkum og góð aðstaða. Ég er ekkert að segja að þessi stefna þeirra hafi verið tekin markvisst en ég vil bara fá Breiðablik í alvöru bolta. Þetta er svo sorglegt!“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Blikar dæmdir til að falla Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Breiðablik féll á sunnudagskvöldið endanlega úr Domino´s-deild karla í körfubolta en örlög liðsins hafa verið ljós nánast frá því að liðið skaut sínu fyrsta skoti að körfunni í vetur. Ungt lið Blika hefur verið gagnrýnt mikið á tímabilinu og þá sérstaklega þjálfarinn Pétur Ingvarsson. Kjartan Atli Kjartasson spurði Finn Frey Stefánsson, gestasérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, hvort liðið hefði verið dæmt til þess að falla frá fyrsta leik í þætti gærkvöldsins. „Já, bara já. Menn eru búnir að gagnrýna Pétur og hitt og þetta en þetta er í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma sem Blikarnir eru uppi og síðast gátu þeir falið sig á bak við það að þeir gátu ekki styrkt sig með erlendum leikmönnum,“ sagði Finnur Freyr. „Fyrirgefið mér, en mér finnst bara glatað hvernig liðið var sent inn í tímabilið. Þarna eru efnilegir og flottir leikmenn inn á en að ætlast til þess að þessir leikmenn geti borið upp lið í 10-12 manna róteringu í dag er bara galið.“ Finnur fór yfir þessa stefnu Blikanna í karla- og kvennaflokki að fá til sín mikið af efnilegum leikmönnum en hann skilur ekkert hvers vegna sterkir erlendir leikmenn voru ekki fengnir með þeim til að hjálpa bæði ungu strákunum og liðinu. „Það þarf ekkert marga. Ég held að ef Hilmar, Arnór, Snorri plús einhverjir tveir til þrír atvinnumenn hefðu byrjað tímabilið hefði þetta mögulega verið lið sem hefði boðið upp á eitthvað annað en þetta fíaskó sem hefur verið í gangi í vetur,“ sagði Finnur Freyr. „Hver er stefnan? Breiðablik hefur allt til þess að veðra risastórt körfuboltafélag. Þarna er mikið af krökkum og góð aðstaða. Ég er ekkert að segja að þessi stefna þeirra hafi verið tekin markvisst en ég vil bara fá Breiðablik í alvöru bolta. Þetta er svo sorglegt!“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Blikar dæmdir til að falla
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00