Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. Fréttablaðið/Hörgársveit Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við.
Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30