Sunna: Hlakka til að fá að taka aðeins í þær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2019 19:15 Sunna er orðin mjög spennt fyrir bardagakvöldinu í Kansas City. Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Bardagakonan Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið í byrjun maí. Hún mun þá berjast í nýrri keppni á vegum Invicta bardagasambandsins. Bardagakvöld Invicta mun fara fram þann 3. maí en fyrirkomulagið er óhefðbundið. Átta bardagakonur munu berjast í útsláttarkeppni þar til ein stendur eftir. Fari Sunna alla leið gæti hún þurft að berjast þrisvar um kvöldið. Hún kvartar ekki yfir því enda verið frá í næstum því tvö ár vegna meiðsla. „Þetta eru hörkunaglar sem ég er að fara á móti. Ég hlakka mikið til að spreyta mig á móti þeim og þetta eru mjög verðugir andstæðingar. Ég hlakka mikið til að fá að taka aðeins í þær,“ segir Sunna ákveðin og augljóslega mjög spennt. Í átta liða og undanúrslitunum er aðeins keppt í eina lotu en úrslitabardaginn verður þrjár lotur. Það er ýmislegt gert til þess að stuttu bardagarnir verði enn skemmtilegri en ella. „Það er ætlast til að við klárum bardagana og það verða verðlaun fyrir þær sem klára. Sú sem klárar sinn bardaga á stystum tíma fær að velja sér næsta andstæðing. Það eru verðlaun út af fyrir sér og þetta er rosalega spennandi. Þær eiga allar eftir að koma brjálaðar inn og þetta verður þvílík veisla.“ Andstæðingar Sunnu þetta kvöld eru allar með meiri reynslu en hún og þar af koma þrjár úr UFC. Okkar kona óttast það ekkert að verkefnið sé of stórt. „Þetta er stærsta tækifærið mitt hingað til og stærsta bardagakvöld sem ég hef tekið þátt í. Ég hef tekið þátt í MMA og glímumótum þar sem ég keppi nokkra daga í röð. Ég ætla að gefa allt í þetta og stefni á að standa uppi sem sigurvegari. Ég hef gert það áður og ætla að gera það aftur núna.“Klippa: Sunna Tsunami mun loksins stíga aftur inn í búrið
MMA Tengdar fréttir Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41