Reiptog úreltra og nýrra tíma Hjördís Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 11:30 Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög að frumvarpi um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Meginbreyting frumvarpsdraganna felur í sér að starfsheitið „kennari“ verði lögverndað og gildi aðeins um þá sem uppfylli sérstakar menntunarkröfur. Hingað til hefur hver sem er mátt kalla sig kennara en starfsheiti kennara á hverju skólastigi fyrir sig, leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari, hafa verið lögvernduð. Ég fagna þeirri umræðu sem orðið hefur um málið í samráðsgáttinni, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Skólamálaumræðan á að vera lifandi og sýnileg og langar mig því að leggja nokkur orð til umræðunnar.Kennari eða kennari? Grundvallarhlutverk kennarans er hið sama óháð aldri nemenda og því námsefni sem kennt er. Í lögverndun kennaraheitisins felst viðurkenning á starfi allra kennara, hvort sem viðfangsefni þeirra er leikur, tónlist eða stærðfræði. Með skilgreindum hæfnikröfum er kennarastarfið gert að sjálfstæðu fagi með skilgreint grundvallarhlutverk í samfélaginu. Það þarf að horfa á kennarastarfið með langtímaþróun menntakerfisins í huga. Eitt leyfisbréf felur í sér, auk almennra hæfniskrafna til kennara, einstaklingsmiðaða færni kennarans sem hann þróar í námi sínu og starfi. Kennarar geta því með starfsþróun sinni aukið við færni á þeim sviðum sem hennar er mest þörf hverju sinni. Hefðbundin mörk skólastiga gætu orðið minni hindrun í vegi nauðsynlegra breytinga. Þessari breytingu á leyfisbréfum þurfa þó að fylgja raunverulegar aðgerðir. Með aukinni samkeppnishæfni kennaramenntunar og kennarastarfsins opnast gríðarlegir möguleikar til hagsbóta fyrir skólastarf í landinu. Kennarar munu hafa breiðari vettvang til að láta hæfileika sína njóta sín. Einnig munu þá skólastjórnendur hafa stóraukið val, og stóraukna ábyrgð, til að velja til starfa kennara með ákjósanlega dreifingu hæfileika fyrir viðkomandi skólasamfélag.Gamli tíminn vs. nýi tíminn Öllum breytingum fylgja einhver vandamál og einhverjar áhættur. Gleymum því þó ekki að það á líka við um óbreytt ástand. Vandamálin eru ekkert endilega skárri þótt maður sé búinn að venjast þeim. Öllu máli skiptir þó að málið sé skoðað í stóru samhengi og engar töfralausnir eru á vanda menntakerfisins. Íslenskir nemendur verðskulda framúrskarandi menntakerfi. Til þess að menntakerfi okkar geti orðið í röð þeirra fremstu þarf metnaðarfulla breytingu á kerfi, hugarfari og forgangsröðun. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Kallað er eftir stórfelldum breytingum, jafnt í áherslum og kennsluháttum, til að undirbúa nemendur undir framtíð í síbreytilegu nútímasamfélagi. Það verður að horfa til þess að með nýjum lögum fylgja breytingar. Nýtt frumvarp er ekki lagt fram til að lögin aðlagi sig að úreltu kerfi. Við stígum inn í óráðna framtíð og eitt leyfisbréf kennara er fyrsta skrefið í rétta átt.Höfundur er varaformaður Félags grunnskólakennara og formaður skólamálanefndar FG.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun