Solskjær vill upplifa Tórínó 1999 í París á miðvikudaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 09:00 Ole Gunnar Solskjær með Andy Cole og Nicky Butt eftir sigurinn fræga í Tórínó 1999. vísir/getty Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, bráðabirgðastjóri Manchester United, er aðeins búinn að tapa einum leik af sextán eftir að hann tók við liðinu í desember en það var í Meistaradeildinni á heimavelli gegn Paris Saint-Germain. Parísarliðið fór illa með United á Old Trafford og vann, 2-0, en seinni leikur liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Prinsavöllum í París á miðvikudagskvöldið. United þarf að töfra fram ævintýralega frammistöðu þar til að komast áfram en liðið verður án Paul Pogba sem fékk rautt spjald í fyrri leiknum og tekur út bann. Þá eru tæplega tíu leikmenn liðsins meiddir. „Ég verð að segja að leikmennirnir hafa fulla trúa á verkefninu þrátt fyrir að við séum 2-0 undir. Við vitum að þetta verður erfitt. Við spiluðum við þá heima og þeir eru með gott lið auk þess erum við með marga meidda,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi eftir sigurinn á Southampton um helgina. „Við verðum bara að láta reyna á þetta. Þetta er fjall sem við þurfum að klífa en við erum með góða leikmenn. Við skulum bara sjá til hversu margir verða klárir í slaginn en meiðslin eru kannski það stærsta í þessu.“ Ole Gunnar átti stóran þátt í Meistaradeildarsigri United fyrir 20 árum síðan en liðið vann þá ótrúlegan 3-2 sigur á Juventus í Tórínó í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar eftir að lenda snemma 2-0 undir. Hann vill sjá aðra eins frammistöðu á miðvikudaginn. „Við gerðum 1-1 jafntefli heima og lentum svo 2-0 undir á fyrstu tíu mínútunum og þá héldu allir að við værum úr leik. En, síðan skorar maður eitt mark á útivelli og allt í einu var staðan orðin 2-2. Þá vorum við komnir áfram og þeir fóru að stressast upp. Við verðum að skora í París en ef við skorum snemma eigum við séns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Sjá meira