Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2019 07:41 Flóðbylgjan er komin aftur. mynd/ttHirano Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019 MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, fremsta bardagaíþróttakona Íslands, snýr aftur í búrið eftir tæpa tvo mánuði og berst á bardagakvöldi Invicta í Kansas City í Bandaríkjunum en hún hefur verið fjarverandi vegna þrálátra handarmeiðsla í 20 mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en Sunna „Tsunami“, eins og hún er kölluð, hefur barist þrisvar sinnum sem atvinnumaður innan vébanda Invicta sem er stærsta kvennabardagaíþróttasambandið og unnið í öll skiptin. Keppnin 3. maí sem ber hetið Phoenix Rising er með öðru sniði en kvöldið er unnið í samstarfi við UFC. Sunna mun koma fram ásamt átta öðrum konum sem keppa í strávigt eins og hún en um útsláttarkeppni er að ræða.Sunna er ekkert lamb að leika sér við í búrinu.mynd/Joe WitkowskiGæti barist þrisvar Allir bardaganir fara fram sama kvöld og að lokum stendur uppi einn sigurvegari en til þess að bera sigur úr býtum á þessu bardagakvöldi þarf Sunna að vinna þrjá bardaga sama kvöldið. Sunna ræðst ekki á garðinn þar sme að hún er lægstur en ásamt henni mæta á kvöldið Janaisa Morand, sem barðist um strávigtartitilinn fyrir ekki svo löngu síðan, en einnig mæta á kvöldið þrjár stúlkur sem berjast innan UFC. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ segir Sunna Rannveig.Sunna er orðin heil af meiðslum sínum.vísir/allan suarezGert þetta áður „Keppnisfyrirkomulagið er aðeins öðruvísi en við höfum fengið að venjast en ég hef að vissu leiti gert þetta áður með góðum árangi á Evrópumótunum tveimur sem ég sigraði árið 2015 þar sem ég þurfti að berjast marga bardaga með stuttu millibili.“ Sunna er búin að vera meidd á hendi frá því að hún lagði Mallory Martin í öðrum atvinnumannabrdaga sínum í mars fyrir tveimur árum en meidd hélt hún aftur í búrið og valtaði yfir Kelly D´Angelo í júlí á síðasta ári. Þar fór hún svo alveg í höndinni. „Þetta var eitt skref áfram og eitt skref aftur á bak í marga mánuði. Oft var mér farið a ðlíða eins og þetta væri alveg að smella en svo kom bakslag. Það var ekki fyrr en seinasta haust, rúmu ári eftir að ég barðist seinast sem ég fór að finna raunverulegan mun og finna að ég væri í alvörunni á batavegi en ekki bara föst á sama stað,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir.Are you READY!? For the first time in Invicta history, we are launching a one-night, eight-woman tournament this May 3rd streaming live and exclusively on @UFCFightPass! #PhoenixRising pic.twitter.com/j5lGPWxQMg— Invicta FC (@InvictaFights) March 3, 2019
MMA Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira