Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:30 Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“ Umhverfismál Vísindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. Plastmengun í hafinu er vaxandi áhyggjuefni um allan heim. Þótt ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á plastmengun í hafinu við Ísland eru slíkar rannsóknir þó frekar stutt á veg komnar að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. „Þetta er allt í startholunum og það eru margir byrjaðir að gera svona einstaka rannsóknir en eiginleg vöktun er ekki hafin, svona á föstum stöðvum, heldur er aðallega verið að reyna að finna út hvaða tegundir á að vakta, hvaða tegundir eru heppilegar hér til dæmis við Ísland og hérna á norðurslóðum og hvaða aðferðafræði eigi að nota til þess að einangra plastið,“ segir Eydís Salome Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Hafró. „Þetta er vinna sem að er að fara í gang, og er í rauninni hafin, en þetta er svona frekar nýtt allt saman.“ Í nýlegri rannsókn Umhverfisstofnunar fannst örplast í 55% kræklings sem var rannsakaður. Að sögn Eydísar skortir ennþá rannsóknir til að geta ályktað um heildarumfang örplastmengunar í hafinu umhverfis Ísland en það horfir til betri vegar í þeim efnum. „Í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni var sett á laggirnar netverkefni sem að miðar að því að staðla aðferðir við greiningu og aðferðafræði í tengslum við plastrannsóknir,“ segir Eydís. Hún segir alla geta með einhverjum hætti geta lagt baráttunni gegn plastmengun lið, til dæmis með því að draga úr notkun þess. Stjórnvöld geti líka lagt sitt af mörkum. „Það væri til dæmis hreinsun á skólpi sem að færi frá landi og út í sjó, það væri til mikilla bóta.“
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira