Handbolti

Seinni bylgjan: Deildarmeistaratitillinn er Selfyssinga að vinna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnar Pétursson og Dagur Sigurðsson
Arnar Pétursson og Dagur Sigurðsson s2 sport
Selfoss hefur í síðustu deildarleikjum unnið FH, Val og ÍBV. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Selfyssinga þó þurfa að halda væntingum sínum niðri á jörðinni.

„Eftir bikarleikinn á móti Val þá hafði ég bara verulegar áhyggjur af þeim,“ sagði Arnar Pétursson.

„Þeir reyndar svara því í deildarleiknum á móti Val og ég held að sá sigur hafi reynst þeim alveg ótrúlega mikilvægur. Í dag er að mér finnst þessi deildartitill svolítið þeirra.“

Dagur Sigurðsson var þó ekki eins bjartsýnn.

„Mér finnst þeir á sama stað og þeir voru þegar þeir fóru inn í síðustu úrslitakeppni. Þeir þurfa að vera algjörlega á jörðinni, ég held þeir hafi líka lært það bara þá,“ sagði Dagur.

„Deildarmeistaratitillinn er mjög mikilvægur fyrir þá að vinna, því þeir eru búnir að fara gríðarlega illa með bikarsénsana sína síðustu tvö árin.“



Klippa: Seinni bylgjan: Dauðafæri á deildarmeistaratitlinum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×