Handbolti

Gullkistan: Varði átta víti í einum leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessi spóla er aðeins komin til ára sinna
Þessi spóla er aðeins komin til ára sinna s2 sport
Það vakti mikla lukku þegar Sebastian Alexandersson tók fram markmannsskóna í leik FH og ÍR í Olísdeild karla um síðustu helgi. Frammistaða hans var hins vegar kannski ekki sú besta, enda kominn til ára sinna.

Sebastian er, eins og hann sagði sjálfur við blaðamann Vísis í leikslok „allt of gamall, allt of feitur, allt of þungur, með enga sjón, enga mjöðm, engan líkama.“

Þegar hann var upp á sitt besta var hann hins vegar mjög góður í markinu. Tómas Þór Þórðarson vildi minna þjóðina á hvað Sebastian gæti nú gert og gróf upp gamla spólu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Þar má meðal annars sjá Sebastian verja átta víti í einum leik. Sjón er sögu ríkari.



Klippa: Seinni bylgjan: Basti í Gullkistunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×