Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 11:56 Þungt hljóð er í öðrum hælisleitendum á Ásbrú. Vísir/Heiða Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00
Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16