Körfubolti

Fjórföld framlenging í Atlanta | Sjáðu það besta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt. vísir/getty
Í Atlanta fór fram rosalegur leikur í nótt er Atlanta tapaði með sjö stigum fyrir Chicago, 168-161, á heimavelli í NBA-deildinni en leikurinn var.

Staðan var jöfn að venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Ekki var bara jafnt eftir hana heldur einnig næstu tvær og réðust því úrslitin í fjórðu framlengingu.

Atlanta er með um 33% sigurhlutfall í vetur á meðan Chicago er ekki með nema 28,6% en bæði lið eru ekki á leið í úrslitakeppnina eins og stendur.



Trae Young var stigahæstur í liði Atlanta en hann gerði 49 stig og auk þess gaf hann sextán stoðsendingar í leiknum magnaða. Zach LaVine var með 47 stig í liði Chicago og níu stoðsendingar.

Boston er með 60% sigurhlutfall í vetur eftir Boston vann ellefu stiga sigur á Washington, 106-97, á meðan LA Lakers tapaði með ellefu stigum fyrir Milwaukee, 131-120. Lakers með um 50% sigurhlutfall.

Önnur úrslit næturinnar:

Charlotte - Broklyn 123-112

Washington - Boston 96-107

Portland - Toronto 117-119

New Orleans - Phoenix 130-116

LA Clippers - Sacramento 116-109

Milwaukee - LA Lakers 131-120



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×