Áttavilltur Óskar stuðar Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. mars 2019 08:30 Þótt Spike Lee sé fyrirmunað að tapa með stæl hefur hann margt til síns máls eftir að hafa í tvígang mátt, með 30 ára millibili, lúta í lægra haldi fyrir glansmyndum af ökuferðum svartra og hvítra. Við þurfum að tala um Óskar. Samt ekki nema aðeins fyrir þá krónísku og útbreiddu ranghugmynd að Óskarsverðlaunin séu einhver yfirnáttúrlegur mælikvarði á gæði kvikmynda og verka alls þess óteljandi lista- og fagfólks sem leggur hönd á plóg við gerð hverrar kvikmyndar. Óskarinn hringsnýst fyrst og fremst um alls konar pólitík og sveiflast eins og rótlaust þangið eftir hvikulum samfélagsstraumum þannig að „besta myndin“ er síður en svo alltaf besta myndin. Slíkt mat er þar fyrir utan vitaskuld alltaf persónulegt þannig að engin ein niðurstaða er rétt. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því vandlega til haga að Green Book er ákaflega góð mynd, krúttleg og fantavel leikin enda gaf undirritaður henni fjórar stjörnur í dómi í Fréttablaðinu og hafði meðal annars þetta um hana að segja: „Margtuggin klisja um óvænta vináttu ólíkra manna verður eitthvað annað og miklu meira í þessari fallegu og bráðskemmtilegu mynd sem aðalleikararnir tveir hlaða krafti, gleði og hlýju.“ Breytir því samt ekki að auðvitað vekur það almenna furðu og reiði hjá tapsárum að Green Book skuli tekin fram yfir til dæmis Vice, The Favourite og Roma, miklu betri og dýpri myndir. Þar fyrir utan geta aðeins Roma og The Favourite talist standa undir stöðluðum kröfum fólks til „Óskarsverðlaunamynda“ og Roma er langbest. Hún átti samt aldrei séns. Í fyrsta lagi á Akademían til sérstaka málamyndaruslakistu, „besta erlenda myndin“, fyrir myndir þar sem talaðar eru annarlegar tungur. Þar fyrir utan er Roma eyrnamerkt efnisveitunni Netflix en Hollywood-elítan hatar það fyrirbæri heitar en svæsnustu inflúensu. Green Book græddi þarna, eins og margar myndir áður, á músarholusjónarmiðum sem eru jafn þröng hvort sem er í Reykjavík eða Los Angeles. Og eins og vera ber er auðveldast að sameinast um lægsta samnefnarann þar og hér. Spike Lee hefur meira að segja alveg efni á því að vera brjálaður eftir að hafa nú tapað í tvígang fyrir glansmyndum af sótthreinsuðum samskiptum bleiknefja og þeldökkrar manneskju í bílum. Lee, eins leiðinlegur og hann getur verið átti brýnt erindi 1989 með Do the Right Thing þegar hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Driving Miss Daisy sem hafði í raun ekkert fram að færa. Og eins og hann bendir á núna hefur ekkert breyst á þessum 30 árum annað en bílstjóra og farþega er hrókerað og þrátt fyrir öll krúttlegheitin er Green Book eins og Obama hafi ekki verið í Hvíta húsinu í átta ár. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Við þurfum að tala um Óskar. Samt ekki nema aðeins fyrir þá krónísku og útbreiddu ranghugmynd að Óskarsverðlaunin séu einhver yfirnáttúrlegur mælikvarði á gæði kvikmynda og verka alls þess óteljandi lista- og fagfólks sem leggur hönd á plóg við gerð hverrar kvikmyndar. Óskarinn hringsnýst fyrst og fremst um alls konar pólitík og sveiflast eins og rótlaust þangið eftir hvikulum samfélagsstraumum þannig að „besta myndin“ er síður en svo alltaf besta myndin. Slíkt mat er þar fyrir utan vitaskuld alltaf persónulegt þannig að engin ein niðurstaða er rétt. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því vandlega til haga að Green Book er ákaflega góð mynd, krúttleg og fantavel leikin enda gaf undirritaður henni fjórar stjörnur í dómi í Fréttablaðinu og hafði meðal annars þetta um hana að segja: „Margtuggin klisja um óvænta vináttu ólíkra manna verður eitthvað annað og miklu meira í þessari fallegu og bráðskemmtilegu mynd sem aðalleikararnir tveir hlaða krafti, gleði og hlýju.“ Breytir því samt ekki að auðvitað vekur það almenna furðu og reiði hjá tapsárum að Green Book skuli tekin fram yfir til dæmis Vice, The Favourite og Roma, miklu betri og dýpri myndir. Þar fyrir utan geta aðeins Roma og The Favourite talist standa undir stöðluðum kröfum fólks til „Óskarsverðlaunamynda“ og Roma er langbest. Hún átti samt aldrei séns. Í fyrsta lagi á Akademían til sérstaka málamyndaruslakistu, „besta erlenda myndin“, fyrir myndir þar sem talaðar eru annarlegar tungur. Þar fyrir utan er Roma eyrnamerkt efnisveitunni Netflix en Hollywood-elítan hatar það fyrirbæri heitar en svæsnustu inflúensu. Green Book græddi þarna, eins og margar myndir áður, á músarholusjónarmiðum sem eru jafn þröng hvort sem er í Reykjavík eða Los Angeles. Og eins og vera ber er auðveldast að sameinast um lægsta samnefnarann þar og hér. Spike Lee hefur meira að segja alveg efni á því að vera brjálaður eftir að hafa nú tapað í tvígang fyrir glansmyndum af sótthreinsuðum samskiptum bleiknefja og þeldökkrar manneskju í bílum. Lee, eins leiðinlegur og hann getur verið átti brýnt erindi 1989 með Do the Right Thing þegar hann mátti lúta í lægra haldi fyrir Driving Miss Daisy sem hafði í raun ekkert fram að færa. Og eins og hann bendir á núna hefur ekkert breyst á þessum 30 árum annað en bílstjóra og farþega er hrókerað og þrátt fyrir öll krúttlegheitin er Green Book eins og Obama hafi ekki verið í Hvíta húsinu í átta ár.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira