Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela. Vísir/EPA Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar. Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Juan Guaido, leiðtogi venesúelsku stjórnarandstöðunnar og samkvæmt henni starfandi forseti ríkisins, sagði í gær að sex hundruð venesúelskir hermenn hafi snúið baki við ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta síðustu daga. „Við höfum rætt við venesúelska herinn. Samkvæmt honum hafa 600 hermenn snúið baki við Maduro á undanförnum dögum til þess að standa vörð um stjórnarskrána. Það má sjá afar skýra þróun í átt að lýðræði,“ sagði Guaido sem boðaði einnig til frekari mótmæla í landinu. Guaido og stjórnarandstaðan hafa áður sagt að lykillinn að því að knýja fram nýjar kosningar sé að fá herinn með sér í lið. Undanfarnir mánuðir hafa verið strembnir í Venesúela. Ofan á hinar efnahagslegu hörmungar sem hafa dunið á landinu er skollin á stjórnarskrárkrísa. Venesúelska þingið, sem Maduro álítur valdalaust, tilkynnti um að forsetakosningar síðasta árs hafi verið ólöglegar og gerði þingforsetann Guaido að starfandi forseta. Maduro er hins vegar ósammála þessu og ætlar að sitja sem fastast. Fjölmörg ríki á Vesturlöndum hafa tekið sér stöðu með Guaido. Þar á meðal Bandaríkin og Ísland. Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í gær um að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu settar á Venesúela. Nánar tiltekið beinast þær gegn sex háttsettum embættismönnum, tengdum Maduro, og þykja til þess gerðar að reyna að koma forsetanum frá völdum. „Við beitum þvingunum gegn öryggissveitum Maduro til þess að svara óafsakanlegu ofbeldi, hörmulegum dauða og samviskulausri brennu matvæla og lyfja sem ætluð voru sjúkum og soltnum Venesúelamönnum,“ sagði Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og sagði að sveitir Maduros hefðu komið í veg fyrir að neyðaraðstoð kæmist inn fyrir landamærin. „Bandaríkin munu halda áfram að beina sjónum sínum að þeim sem eru hliðhollir Maduro og framlengja þannig þjáningu fórnarlamba þessa manngerða neyðarástands,“ bætti Mnuchin við. Þetta er í annað skipti sem Bandaríkin setja nýjar þvinganir í vikunni. Á mánudaginn voru þvinganir settar gegn fjórum ríkisstjórnum, hliðhollum Maduro, og þá var einnig kallað eftir því að eignir ríkisolíufélagsins PDVSA yrðu frystar. Þvinganirnar sem um ræðir ganga allar út á að frysta eignir viðkomandi í Bandaríkjunum. Þá er bandarískum aðilum einnig bannað að stunda nokkurs konar viðskipti við einstaklingana. Nicolas Maduro hefur ítrekað firrt sig ábyrgð á efnahagshörmungum landsins. Um miðjan síðasta mánuð sagði forsetinn til að mynda í viðtali við fréttamann AP að ástandið væri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kenna. „Eina rökrétta leiðin fyrir Maduro-stjórnina er að veita hinum aukna alþjóðlega og venesúelska þrýstingi mótspyrnu,“ sagði Maduro í febrúar.
Birtist í Fréttablaðinu Venesúela Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira