Verður Anthony Smith bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. mars 2019 12:30 Jon Jones og Anthony Smith. Vísir/Getty UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt. MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
UFC 235 fer fram í nótt þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Þeir Jon Jones og Anthony Smith mætast um léttþungavigtartitilinn í aðalbardaga kvöldsins og eru ekki margir sem gefa Smith séns á sigri. Jon Jones ætlar að vera iðinn við kolann á þessu ári og langar að berjast þrjá til fjóra bardaga á árinu. Jones barðist síðast í desember 2018 þegar hann sigraði Alexander Gustafsson en undanfarin ár hefur hann lítið barist vegna vandræða hans utan búrsins. Jones hefur bara barist fjóra bardaga síðan 2015 og gæti nú loksins verið að sýna okkur bardagamanninn sem allir hafa lengi beðið eftir. Lyfjapróf hans verða þó alltaf í umræðunni en ef hann heldur sér á beinu brautinni og berst oft eru honum allir vegir færir. Í nótt mætir hann Anthony Smith og er óhætt að segja að fáir reikni með sigri hjá honum. Stuðullinn á Smith er afar hár og væri sigur hjá honum ein óvæntustu úrslit sögunnar. Stærsti möguleiki Smith er að ná að rota Jones en þó það þurfi bara eitt högg til að gera út af við bardaga er erfitt að sjá fyrir sér Jones rotast. Í 19 bardögum í UFC hefur Jones aldrei verið vankaður og hefur hann þegar mætt mönnum með svipaða eiginleika og Smith. Það lítur því allt út fyrir að Smith verði bara enn eitt fórnarlamb Jon Jones. Sagan hefur þó sýnt okkur að það er aldrei hægt að útiloka neitt í MMA og er Smith staðráðinn í að verða sá fyrsti til að leggja Jones að velli. Þó úrslitin séu ekki tvísýn fyrir bardagann er alltaf gaman að sjá einn þann besta leika listir sínar í búrinu. Fyrri titilbardagi kvöldsins er jafnari á pappírum en þar mætast þeir Tyron Woodley og Kamaru Usman um veltivigtartitil UFC. Woodley er ríkjandi meistari en Usman hefur unnið alla níu bardaga sína. UFC 235 verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 3 í nótt.
MMA Tengdar fréttir UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00 Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00 Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Sjá meira
UFC byrjað að hita upp fyrir risakvöld helgarinnar UFC 235 fer fram um næstu helgi í Las Vegas en þetta er eitt svakalegasta kvöld sem UFC hefur boðið upp á lengi. 27. febrúar 2019 14:00
Sami sterinn virðist vera fastur í Jon Jones | Fær að berjast á morgun Sagan endalausa með Jon Jones og lyfjapróf hélt áfram í gær er í ljós kom að fjögur lyfjapróf fyrir bardaga helgarinnar hefðu reynst jákvæð. 1. mars 2019 12:00
Covington ruddist inn á opna æfingu hjá Usman | Myndband Hirðfíflið hjá UFC, Colby Covington, reyndi að stela senunni í Las Vegas í gær er kapparnir í aðalbardögum UFC 235 voru með opna æfingu í borginni. 1. mars 2019 14:00