Flugmaðurinn kominn að landamærum Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 11:17 Indverjar bíða eftir afhendingu flugmannsins. AP/Channi Anand Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Yfirvöld Pakistan hafa sleppt indverskum flugmanni úr haldi og hafa flutt hann til Indlands. Flugmaðurinn sem heitir Abhinandan Varthaman var skotinn niður yfir Kasmír-héraði. Það gerðist degi eftir loftárás sem Indverjar segja að hafi beinst gegn hryðjuverkasamtökum sem hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás sem 40 indverskir hermenn féllu í í Kasmír þann 14. febrúar. Pakistanar ákváðu að varpa sprengjum á yfirráðasvæði Indverja í Kasmír og kom til bardaga á milli orrustuþota og var minnst ein þota skotin niður. Varthaman var fluttur til landamæra ríkjanna í morgun og afhentur Indverjum. Yfirvöld Pakistan segja honum hafa verið sleppt úr haldi til að draga úr spennu á milli ríkjanna en hún hefur verið mikil. Tvennum sögum hefur farið af því hvernig árásin fór, hve margar orrustuþotur voru skotnar niður og ýmislegt annað. Indverjar segjast hafa valdið miklum skaða og mannfalli á búðum Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Pakistanar segja sprengjur Indverja hins vegar hafa lent á óbyggðu svæði. Indverjar saka yfirvöld Pakistan um að hlífa JeM og jafnvel um að hafa komið að árásinni sjálfri. Nýjar gervihnattarmyndir virðast staðfesta frásögn Pakistana um að sprengjurnar hafi ekki valdið skaða.Indian strike near Balakot: Only visible damage on @planetlabs satellite imagery was to a patch of trees near the target area. pic.twitter.com/HEGmPMXsmhhttps://t.co/ZJjyWTiwEI via @Michael1Sheldon — Liveuamap (@Liveuamap) March 1, 2019 Gífurleg spenna er í Kasmír þar sem tugir þúsunda hermanna eru sitt hvoru megin við landamæri Pakistan og Indlands. Fjölmargir skotbardagar hafa átt sér stað. Indverjar hafa handtekið hundruð manna í átaki gegn uppreisnarmönnum í héraðinu. Nokkrum svæðum héraðsins hefur verið lokað þar sem Indverjar búast við umfangsmiklum mótmælum.Mikill fjöldi fólks hafði komið að landamærum Indlands og Pakistan til að fylgjast með afhendingu flugmannsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.BREAKING: People are gathering on both sides of the India–Pakistan border, ahead of the imminent release of the captured Indian pilot, whose jet was downed during a warplane dogfight on Wednesday. Live updates here: https://t.co/sZnM9zLpsO pic.twitter.com/VfcUcaWJH7— CNN (@CNN) March 1, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00 Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Herþotum grandað Pakistanar segjast hafa skotið niður tvær indverskar herflugvélar. Indverjar segja flugvélina hafa verið eina. Áratugalöng deila ríkjanna hefur stigmagnast og valdamestu ríki heims hvetja til stillingar og viðræðna þeirra á milli. 28. febrúar 2019 06:00
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Tilbúnir að sleppa flugmanninum dragi það úr spennu Indverjar hafa krafist þess að flugmanninum verði sleppt úr haldi og ríkisstjórn Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, lýsti því yfir í morgun að það kæmi til greina, ef það myndi draga úr spennu á milli kjarnorkuveldanna tveggja. 28. febrúar 2019 10:20
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40