Heimsmeistarinn féll í fyrsta sinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 14:30 James Wade var flottur á móti heimsmeistaranum. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira