Sull Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun