Stéttarfélög bera ábyrgð á hegðun verkfallsvarða Jóhannes Þór Skúlason skrifar 19. mars 2019 23:45 Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi föstudag hefst boðuð verkfallahrina Eflingar og VR, ef ekki tekst fyrir þann tíma að leysa þá hnúta sem liggja á kjarasamningaborðinu. Slíkar aðgerðir eru hluti af vinnulöggjöfinni og fara því fram innan ákveðins ramma, en mikilvægt er að muna að aðeins ákveðnir félagsmenn Eflingar og VR munu leggja niður störf skv. atkvæðagreiðslu þar um. Hjá hótelum og hópferðafyrirtækjum vinnur einnig starfsfólk sem ekki tekur þátt í verkföllunum og hefur fulla heimild skv. vinnulöggjöfinni til að vinna sín störf á verkfallsdögum jafnt sem öðrum dögum. Þetta er mikilvægt að muna þegar kemur að verkfallsvörslu þessara stéttarfélaga. Fulltrúar stéttarfélaga hafa engan rétt til að trufla þessa starfsmenn við störf sín.Einbeittur brotavilji? Það er mikilvægt að benda á þetta þar sem að ýmsum meðulum hefur verið beitt í baráttu þessara stéttarfélaga hingað til og nú berast atvinnurekendum skilaboð úr ranni þessara félaga um að dagsskipun verkfallsvarða verði að loka á alla starfsemi fyrirtækjanna, hvort sem um er að ræða fólk í verkfalli eða ekki. Til dæmis eigi að loka afgreiðslustöðum hópferðafyrirtækja og leggja bílum í þverveg til að koma í veg fyrir alla starfsemi þeirra á verkfallsdögum. Slíkt er ekki hægt að kalla annað en hreina og beina skemmdarverkastarfsemi. Starfsfólk sem hefur rétt til að sinna sínum störfum að fullu á verkfallsdögum VR og Eflingar lýtur engu boðvaldi þessara stéttarfélaga. Slík truflun getur leitt til mikils tjóns og veitt viðkomandi fyrirtækjum rétt til að sækja skaðabætur á stéttarfélög sem þannig haga sér. Fyrirtæki sem verða fyrir slíkum aðgerðum hljóta að kalla til lögreglu til að stöðva þess háttar óréttmæta valdbeitingu, eða beita öðrum ráðum sem í boði eru til að fjarlægja hindranir sem þannig kann að vera komið upp. Enginn hefur hag af því að fulltrúar Eflingar og VR efni þannig vísvitandi til árekstra og það er morgunljóst að stéttarfélögin bera fulla ábyrgð á því ef árekstrar hljótast af svona framferði verkfallsvarða. Það er munur á því að fylgjast með því hvort gengið sé í störf félagsmanna Eflingar og VR og því að koma í veg fyrir réttmæta starfsemi fyrirtækja og starfsmanna þeirra sem ekki falla undir verkfallsboðanir. Það er eðlileg og skýlaus krafa að stéttarfélög virði rétt starfsfólks sem ekki er bundið af atkvæðagreiðslum um verkföll til að sinna sínum störfum eðlilegan og óhindraðan hátt.Ætlar ASÍ að borga skaðabæturnar? ASÍ og stéttarfélög tala fjálglega um að atvinnurekendur þurfi að fara að lögum og reglum í einu og öllu, og undir það skal sannarlega tekið hér. En þessi sömu samtök og verkfallsverðir þeirra eru ekki hafin yfir regluverk samfélagsins. Og nú þegar orðrómur um meðvitaða skipulagningu á óréttmætum aðgerðum verkfallsvarða breiðist hratt út, vel að merkja með uppruna sinn hjá fulltrúum stéttarfélaganna sjálfra, er eðlilegt að forsvarsmenn Eflingar og VR og ASÍ svari þeirri spurningu hvort verkfallsverðir VR og Eflingar muni hindra starfsfólk við eðlileg og réttmæt störf sin sem ekki falla undir boðun verkfalla? Er það meðvituð ætlun þessara félaga að stofna til óþarfa árekstra á þennan hátt? Er tjónið ekki nóg samt? Við þessu er nauðsynlegt að fá skýr svör. Höfundur er ramkvæmdastjóri SAF.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar