Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir og Ingólfur Á. Jóhannesson skrifa 30. nóvember 2025 13:04 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Einarsdóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er kynbundið ofbeldi í senn ein helsta orsök og afleiðing kynjamisréttis. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar og síbreytilegar. Á því leikur til dæmis varla vafi að tilkoma stafrænna miðla hefur aukið og ýkt birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Stafrænt ofbeldi getur verið í formi texta, mynda, myndbanda, tölvupósta, og því er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla (t.d. TikTok, Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat o.fl.). Ekki síst tengist stafrænt ofbeldi samfélagsmiðlarými mannhvelsins (e. manosphere) þar sem boðuð er áhersla á peninga, völd, líkamlegan styrk og vald karla yfir konum og frjósemisréttindum þeirra. En ættu karlar ættu að taka þátt í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi, og af hverju? Rannsóknir gefa skýrt til kynna að í langflestum tilvikum ofbeldis eru karlar gerendur. Þetta setur karla og drengi í lykilstöðu til að styðja markmiðið um að binda enda á ofbeldi. Ofbeldi er útbreitt án þess að nógu mikið sé gert til að stöðva það eða hafa áhrif á þær hugmyndir sem eiga þátt í að viðhalda því. Kynbundið ofbeldi er runnið af sömu rót og þröngar, einhæfar og ónútímalegar karlmennskuhugmyndir um að helstu einkenni karla eigi að vera líkamlegur styrkur, rökvísi, hlutlægni, samkeppni og ekki síst völd yfir konum og valdaminni körlum. Ofbeldi karla bitnar líka á þeim sjálfum. Ofangreindar karlmennskuhugmyndir auka skaðlega áhrifaþætti í lífi karla eins og hættu á sjálfsvígum, geðrænum og líkamlegum heilsufarsvandamálum. Margir karla deyja fyrir aldur fram vegna heilsuvanda sem má koma í veg fyrir. Samt er drengjum og körlum oft refsað fyrir að sýna „veikleika“ og verðlaunaðir fyrir að laga sig að úreltum kynjahugmyndum, jafnvel þótt þeir valdi sjálfum sér eða öðrum skaða með því að fylgja þeim. Ofbeldi karla gegn konum er nefnilega líka nátengt ofbeldi karla gegn öðrum körlum og drengjum (t.d. hommahatri) og ofbeldi gegn sjálfum sér. Þessar karlmennskuhugmyndir taka ekki mið af því að karlar ráða ekki öllu um líf sitt. Fjölmargir áhrifaþættir eiga þátt í að móta þá sem drengi og karla. Karlmennskuhugmyndir eru samt kvikar og mótanlegar en ekki áþreifanlegur fasti. Manneskjur taka ekki bara við hugmyndum eins og vélmenni og þess vegna er hægt að hafa áhrif á hegðun og viðhorf karla. Að kalla eftir þátttöku karla í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi þýðir ekki að taka á sig skömmina af öllu sem vont er í samskiptum kynja. Ábyrgðin er pólitísks eðlis og ef hún er tekin of persónulega gætu viðbrögðin einkennst af sektarkennd og afneitun. Persónuleg ábyrgð felst ekki í einstaklingum sé sagt stríð á hendur sem manneskjum heldur ofbeldishegðun og þeim karlmennskuhugmyndum sem telja ofbeldi eðlilegt. Persónuleg ábyrgð felst í að taka ábyrga afstöðu í eigin lífi, hafa áhrif á aðra karla, og ekki síst að beita sér fyrir sanngjarnari leikreglum og farið sé eftir þeim. Þessar hugmyndir verða nánar ræddar í málstofu með dr. Stephen Burrell, lektor við Melbourne háskóla, þann 10. desember nk. á lokadegi 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi. Fyrirlesturinn verður í fyrirlestrasal Eddu í Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Í þágu okkar allra – karlar gegn kynbundnu ofbeldi. Öll velkomin. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun